Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Greindist með Covid-19 í miðju flugi – Fór í einangrun inni á klósetti það sem eftir lifði flugi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flugferð bandaríska kennarans Marisa Fotieo varð allt önnur en hún bjóst við þegar hún ákvað að fljúga til Íslands rétt fyrir jól. Í miðju flugi tók hún hraðpróf inni á klósetti og viti menn, það reyndist jákvætt. Ákvað hún því að einangra sig inni á klósetti, til að vernda samferðafólk sitt.

Og hvað gerir nútímafólk þegar það lendir í einhverju sem ekki telst hversdagslegt? Jú, hún sýndi frá einangruninni á samfélagsmiðlinum TicToc. Fjölmargir bandarískir fjölmiðlar hafa síðan fjallað um Íslandsferð hennar.

Vísir segir frá málinu í dag. Þar segir að þann 20. desember hafi konan ferðaset með Icelandair frá Chicago til Keflavíkur. Segist hún í viðalið við Today í Bandaríkjunum, hafa fundið fyrir eymslum í hálsi er ferðin var hálfnuð. Hafði hún meðferðis nokkur heimahraðpróf og ákvað að athuga málið.

„Ég fór með heimaprófið inn á klósett og innan tíðar voru tvær rauðar línur,“ segir Fotio en það þýðir að niðurstaðan sé jákvæð. Sem er neikvætt fyrir hana.

Tók hún þá til þess ráðs að einangra sig inni á klósetti fram að lendingu, í alls fimm klukkustundir.

„Það voru 150 farþegar um borð í vélinu og ég óttaðist það mest að smita þá,“ segir hún.

- Auglýsing -

Kennarinn segist ákaflega þakklát flugfreyju Icelandair, Ragnhildi Eiríksdóttur, sem hún segir að hafa gert dvölina á klósettinu eins þægilega og völ var á í þessum aðstæðum.

@marisaefotieoShout out to @Icelandair for my VIP quarantine quarters.. ##luxuryliving ##imsolucky ##covid ##vaccinated ##fyp ##viralvideotiktok ##quarantine♬ I’m So Lucky Lucky – Grandzz

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -