Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Grunur um berkla á Leikskóla Seltjarnarness

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikskólabörn og starfsmenn á Leikskóla Seltjarnarness verða skimaðir fyrir berklum en grunur liggur á smiti hjá ónefndri manneskju sem á að hafa komið á leikskólan. RÚV greinir frá þessu.

Þórir Kolbeinsson, yfirlæknir á göngudeild sóttvarna, segir smitrakning gangi vel í samtali við RÚV. Ekkert sýni hafi reynst jákvætt hingað til. „Við athugum ákveðinn hring og fylgjum því síðan eftir. Þetta er unnið í samráði við Landspítalann og ef þeir staðfesta þetta smit, sem er enn í athugun, þá skoðum við hvort það þurfi að stækka hringinn,“ segir Þórir.

Árlega eru um tíu manns sem smitast af berklum á Íslandi. „Smit vegna berkla er ekki mikið. Það er ekki mjög smitnæmt en hins vegar viljum við alls ekki fá berkla og þess vegna leitum við að því á Íslandi grimmt þegar grunur vaknar,“ segir Þórir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -