Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Guðleifur látinn fyrir aldur fram – Tveir menn á lífi, þökk sé Leifi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðleifur Ísleifsson útgerðarmaður er látinn fyrir aldur fram. Hann lést þann 20. nóvember og var einungis 56 ára. Guðleifur, eða Leifur líkt og flestir kölluðu hann, var einn af fjölmörgum hetjum sjómannastéttarinnar, lítið þekktra manna sem þó unnu stærri afrek en flestir.

Það var árið 2013 sem Leifur var sæmdur sjómannadagsorðuna fyrir mannbjörg en það sama ár bjargaði hann manni úr sjó við Suðureyri. Lítið virðist hafa verið fjallað um það í fjölmiðlum þá.

Hreiðar Hreiðarsson, vinur Leifs, skrifar minningargrein um hann og segir Leif hafa bjargað í það minnsta tveimur mannslífum. „Leifur var lánsamur skipstjóri og formaður, hann þekkti vel inn á sjólag og veður og hvers væri að vænta í þeim efnum, Leifur var mikið hraustmenni og hefur hann t.d. bjargað tveimur mönnum þar sem hann bókstaflega reif þá upp úr sjónum einn síns liðs. Hann hefur hlotið viðurkenningu sjómannadagsráðs á Suðureyri fyrir afrek og sjómennsku,“ lýsir Hreiðar.

Í Morgunblaðinu segir svo um ævi Leifs: „Leifur ólst upp í Njarðvík og bjó þar alla sína tíð. Hann gekk í Njarðvíkurskóla og síðar fór hann í Stýrimannaskólann í Reykjavík þaðan sem hann lauk stýrimannsprófi árið 1990. Hann byrjaði sjómannsferil sinn á stærri bátum en árið 1992 keypti Leifur sína fyrstu trillu, Adam AK 136. Það markaði upphafið að hans smábátaútgerð. Seinna eignaðist hann bátana Gamm GK 124, Leifa GK 225, Sellu GK 125 og Sellu GK 225. Leifur gerði aðallega út frá Grófinni, Sandgerði og Suðureyri.“

Leifur var sonur Ísleifs Guðleifssonar skipstjóra og Sigrúnar Haraldsdóttur verkakonu og húsmóður var yngsta barn þeirra hjóna. Systur Leifs eru Arnbjörg , Sveinhildur og Mekkín. Leifur var einhleypur og barnlaus.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -