Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Guðmundur Andri víkur fyrir Þórunni – „Ég verð öflugur í öðru sæti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Ég lét þess getið við Uppstillingarnefnd að ég væri til í að sitja áfram, til þjónustu reiðubúinn; ég teldi mjög líklegt að við fengjum tvo þingmenn næst og sagðist tilbúinn í að berjast fyrir því að endurheimta annað sætið, eins og ég hafði endurheimt fyrsta sætið síðast,“ skrifar Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og leiðtogi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi, sem hefur gefið eftir fyrsta sætið til Þórunnar Sveinbjarnardóttur.
Þetta er í samræmi við það sem Mannlíf hafði áður sagt um að Guðmundur Andri væri ekki fastheldinn á leiðtogasætið og tilbúinn að setjast í baráttusæti.
„Þórunn Sveinbjarnardóttir mun sem sagt leiða listann og það styð ég. Hún hefur verið öflugur málsvari launafólks undanfarin ár en var áður þingmaður kjördæmisins og ráðherra. Hún verður öflug í fyrsta sæti. Og ég verð öflugur í öðru sæti. Að ekki sé nú talað um unga fólkið sem kemur svo í næstu sætum á eftir,“ skrifar Guðmundur Andri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -