Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Guðmundur segir ekki séns á því að skýrslan birtist fyrir kosningar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnsamband Íslands, telur allar líkur á því að skýrsla um eign­­ar­hald 20 stærstu útgerð­­ar­­fé­laga í íslensku atvinn­u­­lífi sitji í skúffu sjávarútvegsráðherra fram yfir kosningar. Það væri ekki í fyrsta skiptið sem ráðherra kemur í veg fyrir að skýrsla birtist fyrir kosningar. Kjarninn greinir frá því að skýrslan hafi átt að birtast fyrir viku.

„Dettur einhverjum í hug að sjávarútvegsráðherrann láti taka þessa skýrslu saman og birta hana fyrir kosningar? Eigendur sjávarútvegsfyrirtækja hafa fengið rúmlega 100 milljarða í arð á innan við áratug. Sam­herji, stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins með beint og óbeint yfir 17 pró­sent alls úthlut­aðs kvóta, hefur til að mynda verið ráð­andi í Eim­skip og á stóran hlut í Jarð­bor­un­um,“ skrifar Guðmundur á Facebook.

Hann nefnir einnig önnur dæmi. „Þá er SVN eigna­fé­lag, sem er í eigu Síld­ar­vinnsl­unnar (Sam­herji á beint og óbeint 49,9 pró­sent hlut i henn­i), langstærsti eig­andi Sjóvá með 14,52 pró­sent eign­ar­hlut. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, Hvalur hf., Stál­skip og Ísfé­lag Vest­manna­eyja eru dæmi um önnur félög í útgerð, eða sem voru í útgerð en hafa selt sig út úr henni, sem eru afar umsvifa­mikil í íslensku við­skipta­lífi.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -