Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Gunnar var niðurlægður af kennara – Jón Gnarr: „Mikið er þetta sorglegt að sjá“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Jón Gnarr skrifaði færslu á Twitter þar sem hann birtir TikTok myndskeið frá ungum dreng sem talaði um einelti sem hann varð fyrir af hendi grunnskólakennara. Jón vonar að kennarinn þurfi að svara fyrir framkomuna.

Á dögunum birti hinn 19 ára Gunnar Ingi Ingvarsson myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann er að lyfta lóðum en þar er einnig texti á borð við „Gunnar, afhverju hatarðu líkama þinn svona mikið?“, „Af hverju æfirðu svona mikið?“ og „Af hverju viltu ekki segja hversu þungur þú ert?“. Þegar líður á myndbandið sést hvar kennari í Víðistaðaskóla gerir grín að honum fyrir framan bekkjarfélaga hans sem taka upp grínið og dreifa því svo um vefinn en Gunnar var á þessum tíma í níunda bekk. Kennarinn spyr Gunnar hversu þungur hann sé og setur svo upp dæmi á töfluna þar sem hann skrifar nafn Gunnars og kílófjöldann. Þegar Gunnar, sem hafði þarna verið lagður í einelti um nokkurt skeið vegna þyngdar sinnar, biður kennarann að stroka þetta út. Kennarinn gerir það ekki heldur skrifar á töfluna Fat Boy við nafn Gunnars. Svo stillti hann sér upp fyrir myndatöku við töfluna.

Jón Gnarr birti Twitter-færslu þar sem hann harmar þessa framkomu kennarans.

„mikið er þetta sorglegt að sjá. börn fyrirfara sér útaf svona ljótri framkomu. hann segist sjálfur hafa velt því fyrir sér. vonandi verður þessi kennari látinn svara fyrir þessa óhæfu“

Twitter-færsla Jóns Gnarr
Ljósmynd: Twitter-skjáskot

Gunnar sagði í samtali við Mannlíf að hann hafi orðið hrærður við að sjá að Jón Gnarr skyldi standa með honum gegn þessu óréttlæti. „Ég fékk smá tár í augun að sjá þetta, að svona fræg manneskja sé að styðja mig í þessu. Og ég talaði við hann í skilaboðunum og hann sagðist vera stoltur af mér og að ég ætti að halda áfram að vera óhræddur á minni leið í lífinu. Og ég fór alveg að gráta yfir þessu, þetta hitti mig í hjartastað.“

Hér fyrir neðan má sjá TikTok myndband Gunnars.

@gunnaringvarsPældu í þvi að byrja stærðfræðitima með þvi að spurja krakka hversu þungur hann er.♬ sonido original – joan.camus
- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -