Hæðst að ummælum Stellu McCartney um jakkaföt Joaquin Phoenix

Deila

- Auglýsing -

Leikarinn Joaquin Phoenix mun klæðast jakkafötunum sem hann klæddist á Golden Globe hátíðinni á öllum öðrum verðlaunahátíðum út árið.

Jakkafötin sem Phoenix klæddist á Golden Globe eru úr smiðju hönnuðarins Stellu McCartney en það var einmitt hún sem greindi frá ákvörðun Phoenix í færslu á Twitter.

Í færslunni segir hún segir fataval hans hafa ráðist af umhverfissjónarmiðum og greindi svo frá því að hann myndi nota jakkafötin út árið til að draga úr sóun.

„Hugrakkur“

Síðan McCartney birti færsluna hafa margir hrósað leikaranum fyrir ákvörðun sína en þá hafa einnig margir hæðst að málinu.

„Vá, þvílík fórn sem hann færir fyrir landið okkar,“ segir einn í athugasemd við færslu McCartney. „Hugrakkur,“ skrifar annar í kaldhæðni.

„Þetta veitti mér innblástur. Ég ætla líka að klæðast sömu jakkafötunum á öllum verðlaunahátíðum út árið,“ skrifar annar.

„Er þetta grín,“ spyr einhver.

Færslu Stellu má sjá hér fyrir neðan.

- Advertisement -

Athugasemdir