Laugardagur 14. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hættuleg lyf, ris rafbílanna og horfnir Íslendingar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það kennir ýmissa grasa í helgarblaðinu Mannlífi. Við segjum frá áhyggjum foreldra trans barna og ungmenna en óvissa ríkir um framtíð trans teymis BUGL, sem er nauðsynleg stoð fyrir krakka sem glíma við erfiðar áskoranir þegar kynþroskinn knýr dyra.

Nolotil er vinsælt verkjalyf á Spáni, sem er ávísað á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum, og jafnvel hægt að nálgast án lyfseðils. Vísbendingar eru um að hættan á alvarlegum aukaverkunum sé mismikil milli einstaklinga, mögulega vegna erfða, og hefur ferðamönnum verið ráðið frá því að taka lyfið.

Meira var selt af rafbílum en bensín- og dísilbílum í janúar sl. Neytendur geta valið milli 23 tegunda frá 15 framleiðendum en bílarnir kosta 3 til 13,4 milljónir króna. Bílaumboðin segja margt skýra aukna sölu; m.a. aukið framboð, ívilnanir stjórnvalda, rekstrarhagkvæmni og umhverfislegur ávinningur.

Forvalið fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fara fram í nóvember nk. er hafið. Pete Buttigieg leiddi forsetaefni demókrata í Iowa með minnsta mögulega mun en á hæla hans kom hinn róttæki öldungur Bernie Sanders. Þrátt fyrir slakt gengi Joe Biden veðja margir stjórnmálaspekingar enn á að hann hreppi útnefninguna en línur munu væntanlega skýrast mjög 3. mars, þegar kosið verður um þriðjung kjörmanna.

120 mannshvörf hafa orðið á Íslandi frá 1945. Þau kveikja bæði áhuga og samkennd meðal íslensku þjóðarinnar, enda íbúar fáir, sambýlið þétt og allir þekkja alla eða tengjast með einhverjum hætti. Mannlíf ræddi við Runólf Þórhallsson, formann kennslanefndar, og fer yfir nokkur sérstæð mannshvörf.

Borið hefur á því að fólk af asískum uppruna verði fyrir aðkasti og áreiti á Íslandi í kjölfar þess að kórónaveiran 2019-nCoV greindist fyrst í Wuhan í Kína. Brynjar Steinn Gylfason og Donna Cruz, sem bæði eiga ættir að rekja til Filippseyja, eru meðal þeirra sem tekið hafa upp málið á samfélagsmiðlum.

- Auglýsing -

Lestu Mannlíf á man.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -