Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Halldór úrskurðaður látinn eftir hvarf – Hringdi 12 árum síðar í systur: „Óvissan var hræðileg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var árið 1988 sem Halldór Heimir Ísleifsson, læknissonur og 25 ára námsmaður frá Hvolsvelli brá sér í frí til Kaliforníu.

Og hvarf sporlaust.

Hann hafði stundað nám í hagfræði við North Texas University en tekið sér frí frá námi og komið til Íslands. Hann dvaldi hér á landi í eitt ár en ákvað síðan að halda aftur vestur og halda áfram námi.

Þegar út var komið sagði Halldór fjölskyldu sinni að hann ætti gamlan en traustan bíl og að hann ætlaði sér í ferð um Bandaríkin áður en skólaárið hæfist. Fjölskylda hans hafði nokkrar áhyggjur af því að Halldór væri á ferðinni einn í stóru og ókunnugu landi en hann gaf lítið fyrir það og fullvissaði fjölskyldu sína að hann þekkti vel til og enginn ástæða væri til að hafa áhyggjur.

Síðustu samskiptin

Það síðasta sem vitað var um ferðir Halldórs var að stuttu eftir komuna til Kaliforníu hringdi hann í skólafélaga sína í Texas. Bað hann þá um að senda sér peninga fyrir farseðli til baka þar sem bíl hans hefði verið stolið og meðal þess sem í bílnum var voru skilríki hans. Skólafélagarnir brugðust skjótt við og sendu honum peninga.

- Auglýsing -

En eftir það heyrðist ekkert meira frá Halldóri. Eftir það fóru aðstandendur að hafa áhyggjur og fljótlega var lögreglu tilkynnt um hvarf hans. Bifreið Halldórs fannst síðar í smábæ skammt frá landamærum Mexíkó og taldi lögreglan í San Diego að Halldór hefði hugsanlega haldi til Mexíkó.

Upplýsingum um Halldór var dreift víða um Bandaríkin og Kanada en leit bar engann árangur.

Úrskurðaður látinn

- Auglýsing -

Þegar á leið voru flestir komnir á þá skoðun að Halldór væri látinn. Kristín Ísleifsdóttir, systir Halldórs, sagði í viðtali á sínum tíma að fjölskyldan hefði upplifað mika sorg og þetta hafi verið ákaflega erfiður tími. Kristín sagði fjölskylduna hafa ríghaldið í vonina: „Við vonuðum en það má segja að vonin hafi ein verið eftir. Og bænin. Óvissan var hræðileg.“

Og árin liðu og var Halldór á endanum úrskurðarður látinn.

Símtalið sem öllu breytti

Það er síðan árið 2000 að síminn hringir og mágur hans svarar. Ekki er hægt að ímynda sér viðbrögðin þegar Halldór Heimir reyndist vera á línunni. Fjölskyldan var strax öll kölluð til og hringdi Halldór aftur þremur tímum síðar og urðu miklir fagnaðarfundir.

Kristín sagði að Halldór Heimir hefði búið í Texas í þessi 12 ár og unnið þar fyrir sér.

Kristín flaug í kjölfarið til Bandaríkjanna til að hitta loksins bróðir sinn. Hún þurfti að staðfesta að um Halldór væri örugglega að ræða, auk þess að útvega pappíra þar sem Halldór hafði verið tekinn út úr þjóðskrá.

Kristín sagði að Halldór Heimir hefði á síðustu árum fylgst vel með því sem gerst hefði á Íslandi í gegnum Netið. „Þegar við höfum verið að tala við hann á síðustu dögum höfum við oftar en einu sinni rekið okkur á að hann er betur að sér um mörg mál á Íslandi en við.“

Í október árið 2000 kom Halldór loksins heim. Hann hóf störf sem byggingarverkamaður og var afar vel liðinn af samstarfsmönnun en ágengni blaðamanna var yfirgengileg. Halldór vildi lítið tjá sig, sagði aðlögunina við heimkomuna ganga vel en vildi ekki ræða týndu árin í Bandaríkjunum. Eðlilega spunnust upp fjölmargar sögur en hvorki Halldór Heimir né neinn úr fjölskyldunni hefur nokkurn tíma viljað ræða ástæðuna að baki baki hvarfi Halldórs. Kristín gaf á endanum út þá yfirlýsingu að þeirri spurningu yrði aldrei svarað.

„Aðalatriðið er að hann er á lífi og er heilbrigður. Ættjörðin og fjölskyldan hafa á endanum togað hann heim eins og gjarnan gerist með þá sem hafa lengi dvalist erlendis.“

Halldór Heimir býr enn þann dag í dag á Íslandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -