Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Héðinn kominn með nóg: „Shit happens, höldum fast í vonina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héðinn Svarfdal, fararstjóri og veitingamaður, getur ekki beðið eftir að árið 2020 verður búið. Á árinu lenti hann í mótorhjólaslysi sem kostaði hann næstum annan fótlegginn og tvisvar hefur flætt inn á heimili fjölskyldunnar með tilheyrandi tjóni. Allt sem getur bilað hefur bilað.

„Rándýra ísvélin okkar bilar tvisvar. Bíllinn okkar bilar þrisvar. Fjögur sprungin dekk. Mótorhjóliđ ónýtt. En allt í lagi. Þađ má víst gera viđ hluti,“ segir Héðinn sem fer yfir árið í færslu á Facebook. Hann opnaði veitingastað með eiginkonu sinni, Elvu Sturludóttur, í febrúar síðastliðinn sem staðsettur er við strönd í Kosta Ríka. Þá héldur hjónin að spennandi og skemmtilegir tímar væru framundan en svo var aldeilis ekki því strax í upphafi reyndir lögmaðurinn þeirra þjófur.

„Ferliđ var mjög lærdómsríkt, en reyndar stal lögfræđingurinn okkar peningum frá okkur og verktakinn tók þrjá mánuđi lengur til ađ klára vinnuna en til stóđ. Og alls konar svik og prettir í gangi. En allt í lagi. Viđ vorum komin međ nýjan veitingastađ viđ sjávarsíđuna! Draumur! Svo var strax innbrot. Þjófurinn handtekinn, en ekkert af þýfinu skilađi sér aftur.
En allt í lagi,“ segir Héðinn og það næsta sem gerist er að allir viðskiptavinirnir hverfa á brott vegna kórónuveirufaldarsins:

„COVID-19 kemur og túristarnir hverfa. Skólarnir loka og allar tómstundir felldar niđur. Öll mín verkefni sem fararstjóri og námskeiđshaldari sömuleiđis farin. En allt í lagi. Stöndum saman. Heimiliđ okkar reynist sýkt (bæđi maurar og Iguana-eđlur), viđ Víkingur báđir komnir međ útbrot vegna þess og því neyđumst viđ til ađ flytja. En allt í lagi. Nýtt og betra umhverfi tekur viđ í þarnæsta bæ.“

Þegar ferðamennirnir hurfu héldu innbrotin á veitingastaðinn samt áfram segir Héðinn. Þá bættust við miklar rigningar sem ollu skemmdum á heimili fjölskyldunnar. „Stuldur og svo meiri stuldur frá veitingastađnum. Fleiri prettir og ofrukkun. En allt í lagi. Sumir þurfa bara ađ bjarga sér. Tvisvar fljóð. Kassar međ málverkum, bókum og alls konar dýru dóti gegnsósa. En allt í lagi. „Shit happens?“ Ég fer međ drengina okkar heim til Íslands, sem gekk vel. En festist svo í París í þrjár vikur á leiđinni til baka vegna COVID-19. En allt í lagi. Víst hægt ađ vera fastur á verri stöđum,“ segir Héðinn. Fámennt er á veitingastaðnum í faraldrinum, flestir þeir sem banka upp á eru í leit að vinnu frekar en mat.

Til að toppa árið lenti Héðinn í alvarlegu mótorhjólaslysi þar sem tvísýnt var hvort hann héldi öðrum fótleggnum. Hann vonar innilega á næsta ár verði betra en þetta. „Mótorhjólaslys og læknarnir vildu taka ađra löppina. En allt í lagi. Ég hélt löppinni og lífiđ heldur áfram. 2020 sökkar. Annus horribilis. En, ađalatriđiđ er auđvitađ ađ ég á yndislega konu, dásamleg börn, frábæra stórfjölskyldu og hjálpsamlega vini. Höldum fast í vonina um betra 2021,“ segir Héðinn.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -