Miðvikudagur 8. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Helgi Grímsson sviðsstjóri borgarinnar: „Það eru von­brigði hve skóla­gjöld okkar eru orðin há“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er komið í ljós að það er tvöfalt dýrara fyrir foreldra barna í höfuðborginni að senda barn sitt, nú eða börn, í tónlistarskóla heldur en í mörgum öðrum sveitarfélögum landsins.

Margir tónlistarskólar á landinu eru meira en yfirfullir og þurfa því að hafna fjölda nemenda sem vilja læra í þeim.

Kristinn Örn Kristinsson, skólastjóri tónlistarskólans Allegro, segir í samtali við Fréttablaðið að skólagjöld í Reykjavík séu almennt hærri en í öðrum sveitarfélögum:

Kristinn Örn Kristinsson.

„Eftir hrun lækkuðu styrkir til tón­listar­skóla um 20 prósent í Reykja­vík, þá hvarf selló­deildin okkar. Það var rætt um tíma­bundinn niður­skurð en hann stendur ó­haggaður.“

Helgi Gríms­son er sviðs­stjóri skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­víkur­borgar, og hann segir að ekki hafi fengist fjár­heimild til að taka aftur niður­skurð fram­laga til tón­mennta­skóla eftir hrun; bendir á að í Reykja­vík stundi meira en 500 nem­endur tón­list í gegnum skóla­hljóm­sveitir; en þar sé kostnaður á hvern nemanda miklu mun lægri en í tón­listar­skólum – eða sem nemur um 33.000 krónum.

Hann segir að allur kennslu- og stjórnunar­kostnaður sé greiddur af Reykjavíkurborg. Að ár­leg niður­greiðsla fyrir hvert barn í einka­námi í tón­list sé um það bil 600.000 krónur. Og að vanda­málið sé að sumir tón­listar­skólanna í borginni séu litlir; stjórnunar­kostnaður og annar rekstrar­kostnaður hár.

- Auglýsing -

„Það eru okkur von­brigði hve skóla­gjöldin eru orðin há. En borgin byggir á ára­tuga hefð, að skólarnir séu sjálf­stætt starfandi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -