Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Herdís stungin 11 sinnum í hrottalegri líkamsárás á heimili sínu: „Hann leit út eins og rándýr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Herdís Anna Þorvaldsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, réðist leigjandinn á neðri hæðinni inn á heimili hennar og stakk hana ellefu sinnum. Hún býr enn í húsinu og hefur uppgötvað brotalamir víða í kerfinu eftir árásina. Að mati Herdísar átti árásarmaðurinn aldrei að ganga laus.

Þann 15. júní í fyrra réðist maður sem Herdís hafði áður leigt íbúð á næðri hæðinni inn í íbúð hennar vopnaður hnífi. Í viðtali við Morgunblaðið rifjar hún upp hvernig árásarmaðurinn hafi litið úr eins og rándýr. „Ég var inni á baði og klukkan var ekki orðin níu. Ég er að setja í þvottavél og heyri bankað og svo gengið inn. Ég kíki út um gluggann á baðinu og sé að bíll nágrannans er heima og hélt að hann væri að koma í kaffi. Ég labba fram á gang og sé þá mann standa í dyrunum. Hann öskrar: „Ég veit hvað þú gerðir í gær. Ég ætla að drepa þig! Sjáöldur augna hans voru svo þanin af neyslu að hann minnti mig á rándýr,“ segir Herdís Anna og heldur áfram:

„Ég var smátíma að átta mig á því hver þetta væri. Og hvað væri að gerast. Hann er hár, stór og sterkur og með hníf á lofti. Hann er með hnífinn hátt á lofti og heggur niður, í átt að höfði mér. Um leið. Af því ég var í svo góðu formi vegna jógaæfinga, þá gat ég sveigt mig frá höggunum. Ég sá mig út undan mér í speglinum á ganginum og mér fannst ég vera að hreyfa mig hægt. Mér leið eins og í Matrix-myndinni.“

Herdís Annar Þorvarldsdóttir.

Attenborough bjargaði

Leigjandinn stakk Herdísi Önnu margsinnis í árásinni og ítrekað flaug í gegnum hugann á henni að nú væri lífið búið enda farin að missa mikið blóð og mikið skorin þegar hér er komið við sögu. Skyndilega mundi hún eftir lýsingu í náttúrulífsmynd David Attenborough. „Næst setur hann ískaldan hnífinn að hálsi mér og ég hugsa, ok, þetta er búið. Ég man ég hugsaði, „Vá hvað ég bjóst ekki við þessu! Er lífið bara búið núna?“ Þá man ég eftir náttúrulífsmynd, og ég heyrði bara nánast röddina í Attenborough segja frá dýrategund sem leikur sig lífvana til að minnka árásarhneigð rándýrsins. Ég ákvað því að prófa að rugla taktinn og lét mig lyppast niður á gólf. Ég vissi ekki hvort ég myndi lifa þetta af. Þá öskrar hann: „Ég sleppi þér núna!““

Eftir að árásarmaðurinn fór var Herdís í stöðugum ótta að hann kæmi aftur inn til að klára verkið. Við illan leik komst hún inn í eldhús þar sem hún náði að hringja á 112. „Ég sagði í símann að maðurinn á neðri hæðinni hefði reynt að drepa mig og mig vantaði sjúkrabíl. Mér var sagt í símann að ég ætti að ná í eitthvað til að binda um fótinn til að stöðva blæðinguna en ég hafði ekki orku í það,“ rifjar Herdís upp.

- Auglýsing -

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til og náði á endanum að yfirbuga árásarmanninn. Herdís lifði af en þarf að lifa með afleiðingum árásarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -