Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Hetja dagsins: Bjarni hélt fyrst að Rúdolf væri allur – BJÖRGUNARMYNDBAND – „Nú mega jólin koma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Halldór Kristjánsson, meðlimur hljómsveitarinnar SúEllen, er hetja dagsins eftir að hafa bjargað hreindýri úr alvarlegum vandræðum í dag. Dýrið hafði fest sig í gaddavírsgirðingu en bjargvætturinn náði að klippa það laust.

Bjarni var á leið heim til sín úr vetrarfríi og keyrði fram á hreindýrið, sem hann sjálfur kallar Rúdolf, í Berufirði. Bjarni segir svo frá í færslu á Facebook:

„Rúdolf var í alvarlegum vandræðum, við héldum fyrst að hann væri allur en svo var aldeilis ekki. Sem betur fer var ég með verkfæri og klippti dýrið laust. Hann var alveg slakur allan tímann og þurfti talsverða hvatningu til að hafa sig af stað. En svo tók hann gleði sína og skokkaði af stað til hjarðar sinnar. Nú mega jólin koma,“ segir Bjarni ánægður með björgunarafrekið.

Eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir ofan virtist dýrið dautt í fyrstu og var mildi að Bjarni var með verkfæri meðferðis til að klippa girðinguna. Eðlilega fær hann mikið hrós fyrir björgunina á síðu sinni. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan var Rúdolf frelsinu fegið.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -