Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Hörður lögmaður Kolbeins vill afsökunarbeiðni: ,,Kröfur kvennanna voru óhóflegar og ósmekklegar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hörður Felix Harðarson lögmaður Kolbeins Sigþórssonar segir að mögulegt sé að Kolbeinn fari í mál við KSÍ vegna brottvikningar hans úr landsliðinu og nefnir yfirlýsingu Kolbeins um málið, en þar kom fram að Kolbeinn kannist ekki við að hafa beitt konurnar ofbeldi né áreitt. Hann hafi hins vegar viðurkennt að hafa brugðist rangt við áreiti á skemmtistað:

„Hann brást við umkvörtunum kvennanna með því að ræða við þær af einlægni og sætta málið,“ segir Hörður Felix og bætir við:

„Ekki fór hins vegar á milli mála að hann galt fyrir það að vera þekktur einstaklingur og í viðkvæmri stöðu, bæði gagnvart félagsliði og landsliði. Þrátt fyrir að kröfur kvennanna hafi bæði verið óhóflegar og ósmekklegar, en um þær hefur að hluta til verið fjallað í fjölmiðlum, ákvað hann að verða við þeim og loka málinu. KSÍ var fullkomlega upplýst um efni málsins og þessi málalok.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að umbjóðandi minn hefur ennfremur verið tekinn úr hópi hjá félagsliði sínu, að minnsta kosti tímabundið. Er sú ákvörðun alfarið byggð á fjölmiðlaumfjöllun um málið hérlendis, og síðar í sænskum fjölmiðlum, í kjölfar þessarar misráðnu ákvörðunar stjórnar KSÍ. Að óbreyttu getur ákvörðunin því haft veruleg áhrif á tekjuöflunarhæfi umbjóðanda míns til framtíðar.

- Auglýsing -

Umbjóðandi minn trúir því að fráfarandi stjórn KSÍ geri sér grein fyrir því að ákvörðun um að víkja honum til hliðar var röng. Umbjóðandi minn veit ekki til þess að sú ákvörðun hans að ganga frá sátt um atvikin, án nokkurrar viðurkenningar á sök, brjóti gegn skrifuðum eða óskrifuðum reglum KSÍ.“

Hörður Felix segir einnig að ,,þá liggur fyrir að KSÍ var að fullu upplýst um málið og málalok, auk þess sem ætlaðir þolendur hafa frá upphafi lýst því yfir að þeir eigi ekkert sökótt við umbjóðanda minn.

Síðast en ekki síst eru þetta einstaklega döpur skilaboð til einstaklings sem er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi og hefur verið boðinn og búinn að nýta starfskrafta sína í þágu landsliðsins, þrátt fyrir erfið meiðsli í gegnum tíðina. Umbjóðandi minn skorar á stjórn KSÍ að draga fyrri ákvörðun til baka og koma opinberlega á framfæri afsökunarbeiðni til umbjóðanda míns. Að öðrum kosti er ljóst að umbjóðandi minn mun verða fyrir enn frekari skaða og hugsanlega missa tekjuöflunarhæfi sitt að fullu. Mikilvægt er að ákvörðun um þetta efni verði hraðað og komið á framfæri með áberandi hætti í fjölmiðlum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -