Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Hver er Karin Sander, listakonan á bak við pálmatréin í Vogabyggð?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil umræða hefur skapast síðan greint var frá því að tvö pálmatré munu prýða nýja íbúðarbyggð í Reykjavík, svokallað Vogabyggð. Pálmatréin eru hluti af listaverki þýsku listakonunnar Karin Sander.

Pálma­tré Karinar bar sig­ur úr být­um í sam­keppn­inni um útil­ista­verk í Voga­byggð. Niðurstaða dóm­nefnd­ar var kynnt í Lista­safni Reykja­vík­ur á Kjar­vals­stöðum í gær. Listaverkið kostar 140 milljónir. En hver er Karin Sander?

Karin Sander er fædd árið 1957. Hún býr og starfar í Berlín og Zurich,

Karin stundaði nám við Listaháskólann í Stuttgart.

Karin vinnur aðallega með skúlptúra, innsetningar og ljósmyndir.

Karin hefur tekið þátt í samsýningum víða um heim, meðal annars í MOMA í New York, Guggenheim-safninu í New York, í Listasafni Reykjavíkur og í MOMA í San Francisco.

Hún hefur einnig haldið fjölda einkasýninga, meðal annars í Lehmbruck safnið í Duisburg og í Centro Galego á Spáni svo dæmi séu tekin.

- Auglýsing -

Frá árinu 1999 til ársins 2007 starfaði hún sem prófessor við Weissensee School of Art í Berlín.

Karin hefur hlotið viðurkenningar og ýmis verðlaun fyrir verk sín, meðal annars Hans Thoma verðlaunin árið 2011.

Mynd af verki eftir Karin frá árinu 2012. Verkið heitir Kitchen Pieces og var m.a. sýnt í i8 Gallery í Reykjavík. Mynd/ karinsander.de

Myndir af eldri verkum Karinar má sjá á vef hennar.

- Auglýsing -

Mynd / karinsander.de

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -