Föstudagur 6. desember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Hverjir eru valkostir Íslands?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslandi stendur til boða að taka þátt í Belti og braut, sem er risavaxið innviða- og fjárfestingaverkefni sem kínversk stjórnvöld standa fyrir. Ávinningurnn gæti verið mikill en um leið eru ýmsar ógnanir.

Þetta kemur fram í ítarlegri fréttaskýringu Kjarnans sem birtist í Mannlífi 2. ágúst.

Í raun er því ekkert til fyrirstöðu og geta íslensk stjórnvöld ákveðið sína stefnu gagnvart verkefninu. Þátttaka gæti aukið fjárfestingar á Íslandi og auðveldað uppbyggingu innviða, einnig gæti þátttaka greitt leið fyrir viðskiptum við Kína og styrkt almenn samskipti við fjölmennasta ríki heims.

Því er ljóst að efnahagslegur hagur gæti orðið af þátttöku í verkefninu en hins vegar gæti þátttaka haft ýmsar ófyrirséðar stjórnmálalegar afleiðingar fyrir Ísland. Ákveði íslensk stjórnvöld að taka þátt í Belti og braut væri skynsamlegt að hafa öll ákvæði skýr hvað varðar fjárfestingar og framkvæmdir, til að mynda að kveða skýrt á um hvernig útboðum sé háttað. Jafnframt er mikilvægt að stíga varlega til jarðar og rýna ítarlega í hverjar afleiðingar þátttöku yrðu fyrir land og þjóð.

Hvað græða þátttökuríki á Belti og braut?

Þátttaka í verkefninu er sem stendur öllum ríkjum opin. Mörg þátttökuríki fagna verkefninu vegna aukinna kínverskra fjárfestinga þar sem mörg hver þeirra hafi þörf á að byggja upp innviði sína, til dæmis hafnir, lestarteina, hraðbrautir eða flugvelli.

Enn fremur gæti þátttaka aukið hraða viðskipta á milli þátttökuríkjanna við Kína og önnur lönd og þar með verið löndum til bóta. Talsmenn verkefnisins segja að það geti gert ríkjum kleift að þróa hagkerfi sín og jafnvel dregið úr fátækt.

- Auglýsing -

Varðandi hvað þátttaka myndi þýða fyrir Ísland og hvaða breytingar það hefði í för með sér segir Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, í svari við fyrirspurn Kjarnans, að Belti og braut geti þjónað sem nýr vettvangur og veitt kínversk-íslenskri samvinnu ný tækifæri. Þátttaka Íslands myndi styrkja tengsl á milli landanna. Með stuðningi Beltis og brautar, AIIB og Silkivegssjóðsins gætu Kína og Ísland unnið betur saman með því að byggja tengslanet á sjó, lofti og á Netinu, auk þess að byggja innviði fyrir ferðamenn, koma á siglingaleiðum um Silkiveg norðurslóða, beinu flugi og 5G-samskiptakerfi.

Sendiherrann segir að þátttaka Íslands gæti aukið samvinnu í viðskiptalífi og verslun á milli landanna tveggja. Það sé vegna þess að hagvöxtur í Kína er stór hluti heimshagkerfisins og þurfi kínverski markaðurinn nú að mæta aukinni eftirspurn á vörum, þar á meðal á vörum frá Íslandi.

„Með batnandi lífskjörum kjósa fleiri og fleiri Kínverjar að ferðast utan landsteinanna. Ísland hefur fengið aukinn fjölda kínverskra ferðamanna árlega sem hefur aukið þjónustuviðskipti á Íslandi. Á sama tíma gæti Belti og braut stutt við fríverslunarsamning landanna okkar tveggja sem myndi efla vöxt tvíhliða viðskipta á vörum og þjónustu og samvinnu í netverslun og auka tvíhliða fjárfestingar,“ segir sendiherrann.

- Auglýsing -

Hvað græðir Kína á Belti og braut?

Kínversk stjórnvöld eru undir formerkjum Beltis og brautar að fjárfesta í innviðum annarra ríkja til þess að vinna að markmiðum verkefnisins og auðvelda allan inn- og útflutning. Með aukinni innviðabyggingu í bæði nær- og fjærríkjum Kína mun flutningsgeta aukast og þar með gætu viðskipti Kína við önnur ríki aukist.

Ýmsir fræðimenn hafa bent á að kínversk stjórnvöld vilji gera Kína tæknivæddara og auka þróun ýmissa héraða ríkisins. Einkaneyslu þurfi einnig að auka til að halda uppi hagvexti ríkisins og verkefnið muni enn fremur styrkja gjaldmiðil ríkisins. Aðrir telja að verkefnið sé að mestu strategískt, til að mynda í Indlandshafi. Stærra net hafna í hafinu tryggi Kína aðgengi að sjóleiðum sem sé bráðnauðsynlegt fyrir ríki eins og Kína sem byggir sinn efnahag á útflutningi.

Alla fréttaskýringuna má lesa hér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -