Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Í fréttum var þetta helst – Skrifstofuofbeldi, blóðmerar, skilnaður og Króna með gati

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hilmar lýsir einelti á skrifstofunni: „Ég lamaðist úr skelfingu og kom varla upp nokkru orði“

Friðbert Traustason
Mynd: ssf.is

Aðalmeðferð í máli Hilmars Vilbergs Gylfasonar, fyrrverandi fjármálastjóra Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, gegn samtökunum fer fram í dag. Hilmar hefur nú stefnt SSF og krefst sjötíu og fimm milljóna króna í bætur frá SSF eftir að honum var vikið úr starfi eftir að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna.

Sjá einnig: Hilmar hafnar því að SSF hafi boðið sátt: Krefst 75 milljóna í bætur vegna eineltis og ofbeldis

Mannlíf hefur undir höndum stefnu Hilmars en þar er að finna nákvæmar lýsingar á málsatvikum.

Eftirfarandi texti er atburðalýsing á því þegar Friðbert Traustason, formaður SSF, kom inn á skrifstofu Hilmars og sýndi af sér ógnandi hegðun.

„Í kjölfarið, síðar þann dag réðst fyrirsvarsmaður stefnda inn á skrifstofu stefnanda í reiðikasti með ógnandi tilburðum og ásökunum í garð stefnanda þar sem hann tók ergju sína út á stefnanda. Varð stefnanda verulega brugðið eftir þessar ákúrur og algerlega miður sín. Lýsir stefnandi því sjálfur á þann veg í greinargerð sinni sem hann vann að beiðni sálfræðistofunnar Hugarheim, sbr. dskj. nr. 121.“

- Auglýsing -

Sjá alla fréttina hér: Hilmar lýsir einelti á skrifstofunni: „Ég lamaðist úr skelfingu og kom varla upp nokkru orði“

Faldar myndavélar sýna dýraníð: Heimildamynd um íslenskar blóðmerar

Falin myndavél sýnir viðurstyggilega meðferð á fylfullum merum í íslenska blóðameraiðnaðinum. Heimildamynd um málið frumsýnd á mánudaginn.

- Auglýsing -
Mynd: Skjáskot úr myndinni

Á mánudaginn næsta verður heimildamynd þýsk/austurrísku dýraverndarsamtakanna TSB Tierschutzbund Zurich frumsýnd og verður hún þá öllum sýnileg á YouTube. Fjallar hún um íslenska blóðmeraiðnaðinn. Hefur myndin verið í vinnslu síðustu 18 mánuði en myndefni sem þar er að sjá var tekið á þessu hausti en notast var við faldar myndavélar.

Blóðmeraiðnaðurinn gengur út á að hirða allt að 40 lítra af blóði úr fylfullum merum og merum með folöld á 10 vikum frá sumri fram á haust til að vinna hormónið PMSG úr blóðinu. Hormónið er selt áfram til svínakjötsframleiðenda til að auka frjósemi í svínaeldi.

Vegna hrottalegrar meðferðar meranna hefur Evrópuþingið ályktað til Evrópska ráðsins að framleiðsla og notkun PMSG verði bönnuð í Evrópu. Ísland er eitt fárra landa sem heimila þetta.

Sjá alla fréttina hér: Faldar myndavélar sýna dýraníð: Heimildarmynd um íslenskar blóðmerar

Smartland segir Gunnu Dís og Kristján, bæjarstjóra á Húsavík, vera að skilja

Samkvæmt frétt Smartlands eru hjónin Kristján Þór Magnús­son og Guðrún Dís Em­ils­dótt­ir, eða Gunna Dís eins og hún er kölluð, að skilja.

Kristján Þór og Gunna Dís flutt­ust til Húsa­vík­ur þegar hann tók við starfi sveit­ar­stjóra, en áður hafi Gunna Dís getið sér gott orð hjá RÚV, bæði í út­varpi og sjón­varpi, og víst að margir sakna hennar úr fjölmiðlunum.

Kristján Þór, sem er sveit­ar­stjóri í Norðurþingi, ku hafa til­kynnt sam­starfs­mönn­um sín­um fyr­ir stuttu að miklar breyt­ing­ar væru að verða á hans hög­um.

Samkvæmt sömu grein segir að Gunna Dís hyggist flytja aft­ur til Reykja­vík­ur og mögulega tek­ur hún upp þráðinn að nýju í fjöl­miðlum.

Kristján Þór hef­ur undanfarnar vikur verið í veikindaleyfi, en tjáði starfs­mönn­um sín­um að hann hlakkaði til að koma aft­ur til starfa strax eftir áramót.

Ólafur varð kjaftstopp í Krónunni: „Þetta er nú meira ruglið“

Ólafi nokkrum blöskraði mjög í heimsókn sinni í lágvöruverslun Krónunnar á dögunum. Ástæðan var himinhá verðlagning búðarinnar á lambahrygg sem hann langaði til að kaupa sér í matinn.

Ólafur fjallar um upplifun sína í fjölmennum hópi matgæðinga, Matartips!, á Facebook. Í Krónunni hugðist hann kaupa sér hálfan lambahrygg frá Norðlenska sem vó 1,2 kíló en hætti snarlega við þegar hann brá stykkinu undir verðskannann. Þar kom í ljós að hryggurinn hálfi kostar 4.234 krónur eða 3.499 krónur kílóið. Þetta hefur Ólafur að segja um verðlagninguna:

„Þetta er nú meira ruglið.

Fjölmargir furða sig á verðlagningu Krónunnar og Norðlenska í þessu tilviki. Sigurður er einn þeirra. „Svakalegt ruglverð!, segir Sigurður ósáttur.

Kristínu er afar brugðið. „Almáttugur. Sé ég get ekki keypt hrygg fyrir jólin. Hangikjöt kostar eitt nýra liggur við, segir Kristín.

Diljá er hugsi og veltir fyrir sér hvað ráði þessu háa verði búðarinnar. „Ég hugsa nú bara mest um, hvað þetta er alls ekki að skila sér til bænda þetta háa verð, segir Diljá.

Þórður hugsar á svipuðum nótum. „Milliliðirnir, ábyggilega margir í eigu kvótagreifa hirða allan ávinninginn, segir Þórður ákveðinn.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -