Föstudagur 11. október, 2024
-1 C
Reykjavik

Í fréttum var þetta helst – Fótbrotinn prestur, ósáttur viðskiptavinur, nauðgun og annað fótbrot

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fótur Þórhalls prests kubbaðist í sundur: „Konan mín gat ekki hringt á hjálp“

Séra Þórhallur Heimisson

Þórhallur Heimisson prestur fótbrotnaði afar illa í gönguskíðaslysi í Svíþjóð fyrir ári og tók það hann langan tíma að jafna sig eftir brotið. Fótur hans kubbaðist í sundur og var Þórhallur lengi rúmliggjandi í kjölfarið. Reynsla Þórhalls af sænsku heilbrigðiskerfi er upp á tíu samanborið við íslenska kerfið.

Þórhallur býr í Svíþjóð og er vanur gönguskíðamaður. Fyrir tæpu ári fór hann með eiginkonu sinni í ferð sem þau hjónin munu seint gleyma.

„Við Ingileif fórum í stutta gönguskíðaferð sem var svo lítið mál að við tókum ekki einu sinni símana með okkur. En ég lenti í hálku og datt svona líka illa. Konan mín gat ekki hringt á hjálp, símalaus, en ég var svo heppinn að það kom þarna „miskunnsamur samherji“, ung kona með bleikt hár, nagla í gegnum nefið og finnskan hreim, sem var með síma. Hún gat hringt á sjúkrabíl sem kom í skyndi Ég er ágætlega fær skíðamaður en í þessari ferð missti ég einbeitinguna eitt augnablik og datt þannig að fóturinn kubbaðist í sundur. Ég lá alveg flatur í tvo mánuði eftir fallið, gekkst undir aðgerð og kynnist sænska heilbrigðiskerfinu mjög vel,“ segir Þórhallur um atburðinn.

Í sænska heilbrigðiskerfinu var prestinum íslenska vel sinnt:

„Ég var fluttur á sjúkrahús, fékk þar fullkomna þjónustu, fór í aðgerð og þegar ég vaknaði eftir fyrstu nóttina var mér réttur matseðill og mér boðið að velja og leið eins og ég væri á hóteli. Eftir sjúkrahúsvistina var ég fluttur heim með sjúkraleigubíl og þegar ég kom heim var spítalinn búinn að útvega hjólastól, gera baðherbergið hæft fyrir sjúkling og heimilið hjólastólahæft, án þess að ég bæði um það. Allt var þetta ókeypis. Þannig er nú sænska velferðarkerfið, 100%. Á móti eru skattar þar auðvitað töluvert hærri en hér.“

- Auglýsing -

Sjá alla fréttina: Fótur Þórhalls prests kubbaðist í sundur: „Konan mín gat ekki hringt á hjálp“

Bryndís mjög ósátt við Curvy: „Konan sem vinnur þar sagði að ég væri löt og ætti að fara í ræktina“

Bryndís Oddgeirsdóttir

Bryndís Oddgeirsdóttir segist hafa kynnst heldur betur óskemmtilegri og hreinlega niðurlægjandi framkomu þegar hún var í búðinni Curvy.

- Auglýsing -

Gefum henni orðið:

„Ég fór í verslunina Curvy og bað um aðstoð við að finna mér réttan brjóstahaldara, og starfsmenn réttu mér nokkra, og ég mátaði en mér fannst enginn ná að halda nógu vel á hliðinni; þá sagði konan sem vinnur þar að ég væri bara löt og að ég ætti að fara í ræktina.

 

Þetta fannst mér mjög særandi og hef ekki getað farið þarna síðan; mér var bent á að fara í Misty af konu sem var að máta föt: Hún sá hversu niðurbrotin ég var,“ segir Bryndís og bætir við:

 

„Ég fór bara í mín föt og labbaði út.

Að búð eins og þessi, Curvy, komi svona fram við kúnnana sína; ég á bara ekki til orð; ég hef verslað við Curvy í mörg ár, og aldrei neitt vesen eða leiðindi hingað til. Curvy auglýsir sig sem búð fyrir feitt fólk, og svo geta þeir ekki aðstoðað eins og fagfólk.

Fólk frá Biggest Loser hefur oft verslað þarna, og fengið sér mjög góð föt, en hvernig þá ef þeir eiga ekki brjóstahaldara sem halda við?“ spyr Bryndís og er mjög ósátt við dónaskapinn sem henni var sýndur.

Sjá alla fréttina: Bryndís mjög ósátt við Curvy: „Konan sem vinnur þar sagði að ég væri löt og ætti að fara í ræktina“

Þetta er maðurinn sem frelsissvipti og nauðgaði 14 ára stúlku – „Eitthvað sem ég gerði ekki“


Einar Þór Hreinsson er maðurinn sem er grunaður um að hafa frelsissvipt 14 ára stúlku, haldið henni í bíl sínum í þrjár klukkustundir, misþyrmt henni og nauðgað. Því heldur DV fram og segir Einar 35 ára gamlan mann sem hafi verið dæmdur fyrir kynferðisbrot í fyrra í Héraðsdómi Suðurlands.

Líkt og Mannlíf greindi frá var Einar úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann er grunaður um að hafa frelsissvipt og nauðgað 14 ára stúlku á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Hann svipti stúlkuna frelsi í bíl sínum í þrjár klukkustundir þar sem hann meðal annars nauðgaði henni. Gæsluvarðhald yfir honum var ekki framlengt.

Samkvæmt RÚV átti Einar samskipti við stúlkuna í gegnum samfélagsmiðla en þar var hann afar ágengur um að fá að hitta hana. Hann hafi svo sótt hana í heimahús þar sem hún var gestur, síðasta laugardagskvöld, og haldið henni fanginni í bíl sínum í þrjá klukkutíma. Í bílnum hafi hann nauðgað barninu og beitt það öðru líkamlegu ofbeldi. Eftir brotið hafi Einar ekið henni áleiðis að heimili hennar og sett hana út þar skammt frá.

Þegar stúlkan hafði ekki skilað sér heim á réttum tíma höfðu foreldrar hennar samband við lögregluna og óskuðu eftir aðstoð við að leita að henni. Í samskiptum Einars við stúlkuna á samfélagsmiðlum var honum tíðrætt um aldur hennar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið.

Sjá alla fréttina: Þetta er maðurinn sem frelsissvipti og nauðgaði 14 ára stúlku – „Eitthvað sem ég gerði ekki“

Sjötug kona beið fótbrotin eftir hjálp í nístingskulda – Þó nokkrir bílar keyrðu fram hjá

Við bakka Lagarfljóts
Mynd: east.is

Sjötug kona féll í hálku nálægt heimili sínu austur á Héraði föstudaginn 3. desember. Konan gat ekki risið aftur á fætur og veifaði því bílum sem keyrðu fram hjá í von um hjálp. Allt kom fyrir ekki en þó nokkrir bílar keyrðu fram hjá án þess að konan væri virt viðlits.

Mjög kalt var í veðri og fannst konunni sem heil eilífð hefði liðið á meðan hún beið eftir „miskunnsömum Samverja“ en sennilega liðu um 20 mínútur þar til „Samverjinn“ lét sjá sig.

„Það var ungur strákur á mjög stórri vinnuvél sem stökk úr vélinni og hjálpaði mér inn,“ sagði konan í samtali við Mannlíf.

Konan fór ekki til læknis fyrr en eftir helgi og kom þá í ljós að hún var fótbrotin og brotið er nálægt ökklanum. Fékk hún gifs upp að hné en vegna þess að hún hefur ekki nægan kraft í handleggjunum getur hún ekki notast við hækjur. Náðist að útvega henni hjólastól sem hún notar enda má hún ekki stíga í fótinn.

„Mig langar endilega að koma kærum þökkum á framfæri til unga mannsins sem bjargaði mér úti í kuldanum, ég náði ekki nafninu hans,“ sagði konan að lokum við Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -