Þriðjudagur 4. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Íbúar hlaupa undan nýrri skriðu á Seyðisfirði – Annað hús hrundi og bærinn mögulega rýmdur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Rétt í þessu féll önnur aurskriða á Seyðisfirði og í henni hrundi annað hús í bænum. Þá eru tvö hús hrunin í hinum miklu skriðum fyrir austan.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Neyðarstigi hefur verið lýst á Seyðisfirði. „Stór aurskriða féll úr Botnabrún, milli Búðarár og Stöðvarlækjar, skömmu fyrir klukkan þrjú í dag og féll á nokkur hús. Allir íbúar og aðrir á Seyðisfirði eru beðnir um að mæta í félagsheimilið Herðubreið og gefa sig fram í fjöldahjálparstöð eða hringja í síma 1717. Stefnt er að því að Seyðisfjörður verði rýmdur. Allar björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið boðaðar og lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit ríkislögreglustjóra og frá lögreglunni á Norðurlandi eystra hafa einnig verið sendir á staðinn,“ segir í tilkynningunni.

Mynd / Skjáskot RÚV.

Í þessari nýföllnu skriðu hrundi hús og fleiri skemmdust. Ekki var búið að rýma svæðið og var fólk á svæðinu þegar skriðan féll. Íbúarnir þurftu því að hlaupa undan skriðunni sem fylgdi miklar drunur. Til athugunar er nú hvort rýma eigi bæinn alfarið á þessu neyðarstigi almannavarna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -