Íbúar Hlíðahverfis skelfingu lostnir yfir faraldri: „Er þetta rotta? Ojjjj“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Þó nokkrar rottur hafa skotið upp kollinum í hlíðunum í Reykjavík að undanförnu, við mismikla gleði íbúanna þar. Rotturnar eru ýmist lifandi eða dauðar og ekki er vitað hvaðan þær eru nákvæmlega að koma.

Íbúar hverfisins ræða nú í skelfingu sín á milli meintan rottufaraldru í hverfinu þeirra. Það gera þeir í hópi hverfisbúa á Facebook. Það er Lára nokkur sem stofnar til umræðunnar og með færslu sinni birtir hún mynd af dauðri rottu sem hún rakst á í Hlíðunum:

„Og þarna lá hún, örend. Kannski hrædd við alla þessa skjálfta?,“ spyr Lára. 

Þetta grey fann Lára dauða nærri Mávahlíð.

Fjölmargir íbúar rísa upp á afturlappirnar við myndbirtingu Láru og segjast þeir margir hafa sjálfir orðið varir við rottugang undanfarið víða um hverfið. Nokkrir íbúanna segjast hafa tilkynnt rottugang til borgaryfirvalda. Evu er brugðið við færsluna. „Ojjj, hvar?, spyr Eva.

Rottur lifa alla jafna í holræsum hér á landi og því vakna upp spurningar hvort einhverjar lagnir í hlíðunum séu brotnar eða myndast hafi op á þeim sem orsaki það að rotturnar séu farnar að trítla um götur og garða hverfisins. Rottur veigra sér ekki við að leita inn í hlýja mannabústaði og því kannski best fyrir íbúa hverfisins að hafa glugga nærri jörðu lokaða þar til rottuferðum á svæðinu fer fækkandi.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -