Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Ingibjörg segist heilsugæsluna hafa hefnt sín: „Næsta skref hjá mér verður að ræða við Svandísi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, íbúi á Selfossi, segir að sér hafi verið hent út úr Heilsugæslunni á Suðurlandi eftir að hún gagnrýndi stofnunina í aðsendri grein á Vísi á dögunum. Hún hafði gagnrýnt að það væri hrein martröð að fá tíma hjá heimilislækni þar, meðal annars.

Þar lýsti hún ástandinu á Suðurlandi svo: „Að þurfa að fá tíma hjá heimilislækni, ef maður er svo heppinn að vera með skráðan heimilislækni yfirleitt, er nú hreinasta martröð. Satt best að segja er enginn tími laus í augnablikinu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem ég á sjálf að geta bókað tíma í gegnum Heilsuveru. Ég beinlínis krefst þess að einhver annar en ég fái martröð út af þessu ástandi. Best væri ef háttvirtir alþingismenn og ráðherrar okkar fengju nokkrar martraðir og áttuðu sig betur á því sem er raunverulega að gerast. Annars mun landsbyggðin öll leita inn á Bráðamóttökuna í Fossvogi. Þá fyrst fara Reykvíkingar að kvarta líka.“

Innan Facebook-hóps íbúa á Selfossi segir hún þessa grein hafa haft afleiðingar. „Ég skrifaði eftirfarandi grein á Vísi þann 19. mars 2021. Það næsta sem gerist er að mér er hreinlega hent út úr Heilsugæslunni á Suðurlandi og að ég er allt í einu ekki skráð hjá neinni Heilbrigðisstofnun. Ég mátti greinilega ekki gagnrýna ástand mála,“ skrifar Ingibjörg.

Hún segist ætla að hafa samband við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. „Lýðræðið er einungis fyrir suma. Ég hef skráð mig hjá Heilsugæslu á Höfuðborgarsvæðinu. Ennþá er enginn laus tími hjá heimilislækni á Selfossi. Ég er virkur félagi í VG og næsta skref hjá mér verður að ræða við Svandísi Svavarsdóttur sem ég þekki persónulega.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -