Föstudagur 25. nóvember, 2022
5.1 C
Reykjavik

Aðstoðarskólameistari FB: „Ég væri alveg til í að tala við þennan strák og setja honum skorður“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ung og hugrökk stúlka steig fram í gær á Twitter og sagði frá nauðgun sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu samnemanda í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Sagðist hún einnig að meinti gerandi hennar hafi hrellt hana ítrekað innan veggja skólans og að skólayfirvöld hafi ekkert gert til að hjálpa henni.

Sjá einnig: Gekk hrædd í gegnum FB: „Hann komst upp með nauðgun og byrjaði síðan að hrella mig“

Stúlkan girt af

Mannlíf reyndi að ná tali af skólameistara FB, Guðrúni Hrefnu Guðmundsdóttur en hún svaraði ekki í símann. Það gerði hins vegar aðstoðarskólameistarinn Víðir Stefánsson.
Aðspurður hvort hann teldi nóg hafa verið gert til að taka á þessu tiltekna máli svaraði Víðir: „Ég verð að benda á að ég var bara nýtekinn við þessu starfi þegar þetta mál kom upp og þar af leiðandi var ég ekkert settur inn í þessar umræður að nógu miklu leyti. Þér að segja þá var sett upp áfallateymi, þetta frétti ég í morgun, en ég svo sem vissi af áfallateyminu. En það vann sem sagt með stúlkunni og móðurinni líka og það var reynt þessa önn sem stúlkan var í skólanum, að girða hana af eins og maður gæti kallað það, að koma í veg fyrir að þau hittust og svo framvegis. Ég frétti svo í morgun að stúlkan hafi hætt í skólanum og leitað annað.“

Víðir Stefánsson

Stúlkan sagði í samtali við Mannlíf að hún hefði hætt og skráð sig í Tækniskólann en að það hefði ekki átt við sig. Hún hafi því ákveðið að snúa aftur í FB því námið þar sé mjög gott. „Er mikið sterkari í dag en ég var síðastliðið eitt og hálft ár en þetta tekur samt sem áður á,“ sagði stúlkan við Mannlíf.

Aðspurður út í fullyrðingar stúlkunnar um að hinn meinti nauðgari hafi hrellt hana í skólanum og ögrað sagðist Víðir ekki hafa vitað af því: „Og ég var í sjálfu sér bara að frétta það í morgun að hún væri komin aftur inn í skólann.“

- Auglýsing -

Skrúfaðar reglur

Víðir segir að reglurnar í svona málum séu „ansi skrúfaðar“ eins og hann orðaði það: „Yfirleitt þegar skólar bregðast hart við í svona málum fá þeir það jafn harðann í hausinn aftur. Við getum jú vísað honum frá í viku og við getum hugsanlega samið við aðra skóla að taka við honum.“

En á að taka eitthvað harðar á málinu núna?
„Ja ég væri alveg til í að tala við þennan strák og setja honum skorður. Annars sá ég bréf frá Guðrúnu skólameistara í loks dags, þar sem hún svarar, þetta er í menntamálaráðuneytinu líka, þar er verið að vinna miðlæga vinnu. Þannig að þetta er að hreyfa við jú.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -