Miðvikudagur 8. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Andrei sendur aftur til Rússlands í sumar: „Mjög miklar líkur á að ég verði handtekinn við komuna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rússneski blaðamaðurinn og aktivistinn Andrei Menshenin hefur verið á Íslandi síðan 2016 við nám. Nú virðist sem hann neyðist til að fara aftur til Rússlands í sumar en þar gæti löng fangelsisvist beðið hans.

Andrei sérhæfir sig í skrifum um flugvélar en í Rússlandi var hann á tíma með sinn eiginn sjónvarpsþátt um mál tengdum flugvélum. Árið 2016 kom hann svo til Íslands og hóf nám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þá tók hann eitt ár í íslensku og svo reyndi hann fyrir sér í BA-námi í íslenskri tungu en segist hafa verið of upptekinn til að geta lært almennilega og því kláraði hann ekki námið. Námsdvalarleyfið rennur út í sumar en hann áttaði sig á því að rússneska vegabréf hans rennur út á árinu en það er ómissandi í umsóknarferlinu fyrir nýtt dvalarleyfi. Sendiráð Rússa í Reykjavík sagði Andrei að það í mars gæti tekið þrjá mánuði að fá nýtt vegabréf og því er þetta ansi tæpt. Vegna mótmæla hans gegn yfirvöldum í Kreml, á hann það á hættu að vera fangelsaður við komuna til Rússlands.

Stofnaði sinn eiginn miðil

Mannlíf ræddi við Andrei í síma í dag og spurði hann út í málið. „Ég kom til Íslands árið 2016 en ég hef unnið sem blaðamaður síðan 2009 en síðasta starfið sem ég hafði áður en ég kom hingað var sjónvarpsþáttur um flug sem ég stýrði í Rússlandi. Árið 2014 réðust Rússar fyrst á Úkraínu og tóku Krímskaga með valdi. Það var þá sem ég ákvað að fara frá landinum mínu þar sem mig grunaði í hvað stefndi. Síðan ég kom hingað hefur ástandið í Rússlandi einungis versnað. Varðandi klípuna sem ég er í núna, þá var einfaldast fyrir mig að fá dvalarleyfi á grundvelli náms. Fyrsta ætlun mín þegar ég kom hingað var að fá vinnu sem blaðamaður en enginn fjölmiðill á Íslandi sýndi því áhuga að ráða sérfræðing í flugmálum sem blaðamann hjá sér, hvað þá einhvern sem talaði ekki íslensku fullkomlega. Þannig að ég stofnaði minn eiginn miðil, flugblogg.is og er vel þekkt innan fluggeirans á Íslandi. En nú stend ég andspænis mjög miklum erfiðleikum. Til þess að sækja um framlengingu á dvalarleyfinu þarf ég fullt af skjölum og fyrst og fremst, vegabréf. Vegabréfið mitt rennur nefnilega út í nóvember á þessu ári. Fyrst ætlaði ég að skreppa til Rússlands og endurnýja vegabréfið en svo skall stríðið á. Pútin forseti skrifaði undir ný lög en í þeim segir að hver sá Rússi sem gagnrýnir innrásina og jafnvel kallar þetta stríð, gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm.“

Sendiherrann ógnandi

Aðspurður út í mótmæli sem hann hefur tekið þátt í segir hann að nýleg mótmæli við sendiráð Rússa hafi ekki verið hans fyrstu mótmæli á Íslandi. „Árið 2017 mótmælti ég og góður vinur minn frá háskólanum, fyrir framan sendiráð Rússa en þá hafði skýrsla sem Alexei Navalny hafði gert eftir að hafa rannsakað spillingu Dmitry Medvedev forsætisráðherra. Skýrslan olli mikilli hneikslan í Rússlandi og þetta var ástæðan fyrir því að við mótmæltum. Þar sem við stóðum með mótmælaskilti okkar komu nokkrar manneskjur út úr sendiráðinu og hófu að taka af okkur ljósmyndir. Við höfðum staðið þarna í tæpa tvo klukkutíma, ekki öskrandi eða neitt, bara héldum á mótmælaskiltum. Stuttu seinna kom lögreglan að og sagði okkur að sendiráðið hefði hringt á þá. Eftir að við útskýrðum fyrir þeim hvað við værum að gera þarna, óskaði lögreglan okkur góðs gengist og fóru. Sendiherra Rússlands á Íslandi, sá sem var á undan þeim sem er núna, kom svo á bíl sínum og keyrði hratt í áttina að okkur og stöðvaði svo bílinn nokkrum sentimetrum frá okkur, renndi niður rúðunni og spurði okkur hvernig það væri að elska landið sitt svona langt í burtu. Svo keyrði hann í burtu.“

- Auglýsing -

Ekkert sérstaklega gefinn fyrir mótmæli

Andrei sagði í samtalinu að hann væri ekkert sérstaklega gefinn fyrir mótmæli, það væri ekki hans starf en hann hafi verið fenginn í það af öðru fólki.
„Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því að mótmæla, það er ekki mitt starf. Ég fylgist venjuelga með frá hliðarlínunni, svona í ljósi þess að ég er blaðamaður. En löngu síðar höfðu við mig samband Rússar sem búa á Íslandi, sumir með íslenskt vegabréf en aðrir ekki, og spurðu hvort við ættum ekki að gera eitthvað, mótmæla stjórnvöldum í Rússlandi. Þannig að úr varð að ég stofnaði mótmælaviðburð á Facebook. Þannig varð ég skipuleggjandi mótmælanna. Stærstu mótmæli Rússa á Íslandi voru árið 2021 þegar Navalny var handtekinn í Rússlandi. Og svo mótmælti ég auðvitað þegar stríðið hófst í Úkraínu, það var ekki einu sinni spurning, ég vissi að ég þyrfti að gera það. En vegna allra þessara mótmæla var ég fljótt spottaður af sendiráðinu enda voru þau með ljósmyndir af mér og fleira. Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að ég sé á óopinberum svörtum lista sendiráðsins sem þýðir að ég geti ekki sótt um styrki hjá þeim fyrir viðburðum af hvaða tagi sem er, sem aðrir Rússar á Íslandi geta sótt um.“

Fangelsi bíður sennilega við heimkomuna

- Auglýsing -

Vegabréfið hans Andrei rennur út eins og áður segir, seinna á árinu en vegna þess að það tekur þrjá mánuði að endurnýja það í Rússlandi, verður Andrei að öllum líkindum sendur aftur til Rússlands, þegar dvalarleyfi hans rennur út í júní. En hvað heldur Andrei að bíði hans við komuna til Rússlands? Fangelsi jafnvel? „Ég held að það séu mjög miklar líkur á að ég verði handtekinn við komuna til Rússlands, út af þessum nýju lögum sem ég sagði þér frá áðan.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -