Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Anna vann axlarbrotin á sjónum í tvo daga: „Það þýðir ekkert að liggja og emja“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gestur Sjóarans að þessu sinni er Anna Kristjánsdóttir, vélfræðingur. Anna var til sjós í 25 ár en nýtur lífsins í dag á Tenerife eins og lesa má í daglegum dagbókarfærslum hennar á Facebook sem hefur notið mikilla vinsælda lesenda.

Anna hefur verið nokkuð heppin á sínum sjómannsferli, að hafa aldrei lent í alvarlegu slysi, þau 25 ár sem hún starfaði sem vélstjóri. En hún slapp þó ekki alveg frá meiðslum. Eftir að hafa verið til sjós í 21 ár slasaðist hún illa á öxl.

„Þá var ég á Álafossi. Ég var niðri í vél að gera klárt fyrir lóðstöku. Það var búið að skipta yfir á gasolíu á ljósavélunum og það komst loft inn á þær og allt fór í blackout eins og sagt er. Stóra ljósavélin drap á sér og dró hina með sér í fallinu. Og þar með varð allt stjórnlaust. Það þurfti að gera allt á einni sekúndu, blindandi. Og ég hrasaði um ventil og steyptist á hausinn og braut á mér öxlina.“

En Anna gat ekkert aumkað sér.

„Ég þurfti að klára verkefnið, það þýddi ekkert annað, það þýðir ekkert að liggja og emja. Mér tókst að koma öllu inn aftur og það gekk bara ljómandi vel. Tveimur dögum seinna fór ég upp á spítala í Antwerpen.“

Reynir sagði þá að Anna hefði verið búinn að harka af sér þessa tvo daga. Anna svaraði því: „Já, eitthvað þurfti maður að gera. Þetta var nú ekki svo slæmt að maður væri að drepast eitthvað, hausinn var í lagi og í raun allt í lagi nema ein öxl, búið.“

- Auglýsing -

Þáttinn má sjá í heild sinni hér á efnisveitu Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -