Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Anton og Viktoria komin með íbúð, þökk sé íslenskum vinum: „Söknum Íslands, söknum vina okkar þar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rússnesku hjónin Anton og Viktoria Garber sem send voru til Ítalíu eftir að hafa verið neitað um hæli hér á landi eru komin í skjól, að minnsta kosti um sinn.

Sjá einnig: Rússnesku hjónin lýsa slæmri framkomu á Ítalíu: „Af hverju eruð þið að nota símann?“

Mannlíf hefur undanfarið fjallað um málefni hjónanna en þau flúðu Rússland í kjölfar stríðsins í Úkraínu en þau voru dugleg að mótmæla Pútín og stríðinu. Þurftu þau af þeim sökum að flýja land, ellegar áttu þau á hættu að vera fangelsuð eða jafnvel send á vígstöðvarnar. Leituðu þau hælis á Íslandi vegna tengsla þeirra við landið en í fjögur ár áttu þau í miklum viðskiptum við landið í gegnum ferðaþjónustu sem þau ráku og komu hingað reglulega og eignuðust marga vini. En allt kom fyrir ekki og voru þau send til Ítalíu, þrátt fyrir að hafa aldrei sótt þar um hæli.

Tengslin sem þau töluðu um í umsókn sinni um hæli hér á landi, sjást nú greinilega en nú, þegar þau hafa verið í tvær vikur á Ítalíu í algjörri óvissu, hafa þau fengið íbúð til afnota um sinn. Tvær konur sem hjónin þekkja komu þeim til bjargar. Anton skrifaði færslu um málið á Facebook og gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta það en það er þýtt yfir á íslensku:

„Tvær vikur á Ítalíu
Miklar þakkir til Sillu Knudsen og Sifjar Traustadóttur fyrir að gera okkur kleyft að dvelja á þessum ótrúlega stað, nánast í óbyggð.
Svona er staðan:
Það er ómögulegt að byrja hælisferli án skráningu á búsetu. Þegar þú kemur til Ítalíu sem hælisleitandi þarftu að láta lögregluna fá vegabréf þitt en í staðinn færðu pappíra sem staðfesta stöðu þína. Auðvitað er næstum því ómögulegt að finna leigusala með þessa pappíra í höndunum.
Íslenskir vinir okkar hjálpuðu okkur mikið að komast framhjá þessu. Nú búum við í Toffia. Við erum að reyna að hvíla okkur eftir frávísunarævintýrið og mótmælin gegn því. Hér er ferskt loft og nauðsynjavörur í verslunum. Næsta skref er að fara á lögreglustöð þann 13. desember en við þurfum að láta þá fá skráningargögnin og gefa þeim fingraför okkar. Ég veit ekki hvenær ítölsk yfirvöld fara yfir mál okkar, veit ekki hvenær við fáum tækifæri til að byrja að vinna (tveimur mánuðum eftir að við komum eða frá 13. desember), veit ekki hvenær við getum stofnað bankareikning. Vitum eiginlega ekkert nema að við vitum að við erum hér, við erum saman, njótum sólarinnar á meðan við getum og reynum að skilja næstu skref.
Söknum Íslands, söknum vina okkar þar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -