Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Aukin einkaneysla þrátt fyrir svarta væntingavísitölu Gallups

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kortavelta Íslendinga jókst um 10,4 prósent á milli ára í júní síðastliðnum ef tekið er tillit til verðlags- og gengisbreytinga. Sé leitað aftur til 2019 nemur aukningin 19 prósentum.

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur hjá Íslandsbanka, greinir frá neyslugleði Íslendinga á vef bankans. Fram kemur að vöxturinn skrifist fyrst og fremst á stóraukna veltu erlendis. Innanlands hafi kortaveltan dregist saman um 2 prósent með tilliti til verðbólguþróunar.

Þá skrifar Jón Bjarki: „Aukin ferðagleði á sinn þátt í örum vexti kortaveltu á erlendri grund […] Viðskipti Íslendinga við alþjóðlegar netverslanir hafa vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og skýra slík viðskipti til að mynda að stórum hluta kortaveltu erlendis þegar faraldurinn stóð sem hæst og fáir landsmenn hættu sér út fyrir landsteinana.“

Væntingavísitalan

Þrátt fyrir aukningu í kortaveltu sýna mælingar Gallup mun meiri svartsýni um efnahagshorfur meðal þátttakanda. Væntingavísitalan hefur lækkað verulega en hún gefur að jafnaði góða vísbendingu um skammtíma þróun kortaveltu og þar af leiðandi einkaneyslu.

Lesa má grein Jóns Bjarka hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -