Fimmtudagur 16. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Boðar til karlaverkfalls: „Karlar vinna hættulegri vinnur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skúli Gígjuson boðar til verkfalls fyrir karlmenn.

Á þriðjudaginn 24. október hefur verið boðað til kvennaverkfalls á Íslandi og eru konur og kvár hvött til að mæta ekki til vinnu á þeim degi. Markmið þess er að mótmæla launamuni í samfélaginu og benda á að ekki eigi að mismuna eftir kyni. Sumt fólk er mjög ósátt við þetta og hefur meðal annars Samherji gefið það út að fyrirtækið muni ekki greiða því starfsfólki sem mætir ekki til vinnu á þriðjudaginn. Þá hefur Skúli Gígjuson boðað til verkfalls fyrir karlmenn 6. nóvember í Facebook-viðburði.

„Það er kominn tími á það karlar standi upp og sýni hversu mikið þeir eru virði.
Karlar vinna 12% lengri vinnuviku en konur og þeir sem vinna lengst eru sjómenn og bændur sem eru meira en 90% karlmenn. Karlar vinna hættulegri vinnur og menn frá 15 ára til 40 ára eru tvöfald til þrefald meiri líklegri til að deyja en konur. Þann 6 nóvember ætla karlar að taka verkfall frá vinnunni og öllum heimilisstörfum meðal annars að skipta um dekk, elda matinn, þrífa og margt fleira. Endilega deilið þessu!,“ segir í viðburðarlýsingu.

Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 500 manns lýst yfir áhuga á að taka þátt í verkfallinu eða styðja það.

Uppfært: Búið að breyta dagsetningu viðburðarins í 19. nóvember og hafa tæplega 1500 einstaklingar lýst áhuga á honum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -