Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Borgin ætlar ekki að lækka skatta næstu þrjú árin – Ólafur: „ … það er bara komið nóg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarlegar hækkanir á fasteignamati skila sér í hærri fasteignaskatti. Félag atvinnurekenda hefur skorað á sveitarfélögin í landinu að lækka prósentu álagningarinnar. Hafa mörg sveitarfélög brugðist vel við áskoruninni – að undantalinni borginni.

Ólafur Stephensen segir í samtali við fréttastofu RÚV: „Stjórn félags atvinnurekenda brást við með því að senda öllum sveitarfélögum í landinu áskorun um að lækka álagningarprósentuna, til að mæta þessum gríðarlegu hækkunum á fasteignamatinu,“

Reykjavíkurborg er nú þegar með hæstu álagningarprósentu á atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Í svari borgarinnar við áskoruninni kemur fram að meirihlutinn ætli sér ekki að lækka skatta næstu þrjú árin.

Ólafur segir þetta sjónarmið rýra samkeppnisstöðu borgarinnar þar sem til dæmis Kópavogur, Mosfellsbær og Hveragerði hafa sent frá sér mjög afdráttarlausar yfirlýsingar.

Segir Ólafur svar borgarinnar vonbrigði og að vinda verði ofan af skattheimtunni.

„Ég held að fleiri og fleiri átti sig á því að það er bara komið nóg, það verður ekki lengra gengið í þessari skattheimtu. Kominn tími til að fara að vinda ofan af þessu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -