Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Brotist inn í bifreið Kristínar Pétursdóttur: „Þetta er meira bara persónulegt tjón“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Brotist var inn í bifreið Kristínar Pétursdóttur og þaðan stolið persónulegum munum. Biðlar hún til fólks að láta vita ef það sér eitthvað af hlutunum til sölu á netinu.

DV segir frá því að Kristín Pétursdóttir, leikkona og flugfreyja, varð fyrir því leiðinlega atviki að brotist var inn í bifreið hennar í miðborg Reykjavíkur. Þjófurinn stal úr bílnum flugfreyjutösku Kristínar, peningaveski, vegabréfi, ipad og fleiri verðmætum.

Frá stuldinum sagði Kristín í Facebook-hópnum „Íbúar í Miðborg“ en þar segir hún orðrétt:

„Ég lenti í því leiðinlega atviki eitthverntímann síðastlipðinn sólarhring að brotist var inní bílinn minn sem var staðsettur f utan Njálsgötu 74. Flugfreyjutösku og leðurveski, bæði merkt Icelandair, var rænt úr bílnum sem er brún mazda cx3 inní töskunni var fatnaður, skór & snyrtidót í veskinu var vegabréf, peningaveski, ipad, sólgleraugu, airpods og fleira. Ef einhver sá eitthvað grunsamlegt eða lenti í svipuðu, jafnvel sér eitthvað af þessum hlutum til sölu á netinu má endilega láta mig vita.“

 

Partur af því sem stolið var af Kristínu.

Í samtali við Mannlíf sagðist Kristín ekki enn hafa fengið neinar ábendingar varðandi innbrotið. „Nei, ekki neitt.“ Aðspurð um verðmætamat á hlutunum sem var stolið af henni kvaðst hún ekki geta svarað því: „Nei, þetta er meira bara persónulegt tjón út af vegabréfinu og slíku. Og þetta var mjög óþægilegt. En þetta eru ekki verðmæti sem hægt er að selja, þetta eru bara gömul airpods og slíkt og eins og ég segi, bara mjög persónulegir munir sem erfitt er að koma í verð held ég.“

- Auglýsing -

Kristín óskar eftir upplýsingum um málið í gegnum skilaboð á Facebook eða í síma 8657756.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -