Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Brynjar hæðist að Illuga og Hallgrími: „Það eru mörg gáfnaljósin sem hafa aðgang að lyklaborði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það eru mörg gáfnaljósin sem hafa aðgang að lyklaborði. Þar eru fremstir flokki Illugi Jökuls og Hallgrímur Helga, bæði að mínu mati og þeirra eigin.“ Svona hefst Facebook-færsla frá Brynjari Níelssyni, aðstoðarmanni Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra sem hann birti í dag.

Tilefnið voru skrif Illuga Jökulssonar rithöfundar og fjölmiðlamanns. Illugi skrifaði færslu á Facebook þar sem hann fór yfir umsækjendalista um stöðu Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum. Eins og kunnugt er réði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra Karl Gauta Hjaltason en ráðningin hefur vakið reiði margra en Karl Gauti var einn af þingmönnunum sem náðust á upptöku á Klausturbar þar sem þeir þóttu sýna af sér meðal annars kvenfyrirlitningu. Brynjar hélt áfram:

„Hér fer Illugi yfir umsækjendur um stöðu Lögreglustjórans í Vestmannaeyjum af mikill þekkingu og yfirvegun, eins og gjarnan þegar hann tjáir sig a netinu. Hann skilur ekkert í því að ráðherra hafi skipað Karl Gauta í embættið þegar aðrir hæfir umsækjendur stóðu til boða og þar á meðal traustur sjálfstæðismaður,“ skrifaði Brynjar en við færsluna var hlekkur á frétt um færslu Illuga.

Að lokum sendir Brynjar pílu á þá sem gagnrýnt hafa ráðninguna hvað helst:

„En ég vil segja við Illuga, bæjarstjóra og aðra sérfræðinga sem halda að lögin eigi bara að gilda þegar þeim hentar, að ráðherra ber að skipa þann sem metinn er hæfastur. Hefði ráðherra ekki gert það væri Hallgrímur Helga sennilega búinn að birta færslu um valdníðslu ráðherra og lögbrot. Svona er veröldin skrítin“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -