Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Fasteignasali brást illa við athugasemd seljanda: „Ég átti ekki til aukatekið orð yfir þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er orðlaus,“ skrifar meðlimur í Facebook-hóp þar sem meðlimir geta leitað ráða varðandi sölu og kaup fasteigna. Meðlimur hópsins setti inn færslu á dögunum sem vakti mikla athygli en þar segir hún farir sínar ekki sléttar af fasteignasölu. Konan segist vilja vara við fasteignasölunni sem í fyrstu hafi litið vel út. Þá segist hún hafa verið með söluvænlega eign fyrir fyrstu kaupendur og bjóst við því að selja eignina eftir opið hús. Það gekk þó ekki eftir og bárust henni tilboð langt undir ásettu verði. Eftir fjóra mánuði hjá fasteignasölunni vildi konan leita til annarrar fasteignasölu en til þess segist hún hafa þurft að greiða tæpar hundrað þúsund krónur til þess að losna undan þeim.

Til að gera langa sögu stutta seldist eign konunnar eftir fyrsta opna hús hjá nýju fasteignasölunni og það yfir ásettu verði. Þá segist hún hafa hitt kaupendurna við undirritun kaupsamnings sem tjáðu henni að þau hefðu haft mikinn áhuga á eigninni. Þau höfðu einnig mætt á opið hús sem fyrri fasteignasalan hélt og höfðu hug á að gera tilboð. Þá hafi fasteignasalarnir ekki getað svarað neinum spurningum um eignina og erfitt hafi verið að ná af þeim tali. Það hafi að lokum fælt þau frá því að gera tilboð í eignina. „Ég átti ekki til aukatekið orð yfir þessu,“ skrifar seljandinn en einn fasteignasalanna ákvað að svara konunni í kommentakerfinu undir færslunni og sagði hana fara með rangt mál. „Okkur er því  ófært annað en að bera af okkur þessar sakir og leiðrétta rangfærslur hjá þér,“  skrifar fasteignasalinn sem þuldi svo upp þeirra viðskiptasögu. Svarið féll í grýttan jarðveg hjá meðlimum hópsins sem veltu því fyrir sér hvort heimild væri fyrir því að gefa upp slíkar upplýsingar á opinberum vettvangi. Ekki gekk að ná tali af umræddri fasteignasölu þrátt fyrir tilraun blaðamanns.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -