Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Kynferðislegir útlagar í það að vera fyrirmyndarborgarar: „Hinsegin paradísin Ísland“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íris Ellenberger, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands rannsakar orðræðu um hinsegin fólk á tímabilinu 1944–2010. Orðræða í fjölmiðlum, gögnum hins opinbera og félagasamtaka auk þess sem leitað er fanga í bókmenntum er skoðuð. Íris lýsir í samtali við Háskóla Íslands ástæðum rannsóknarinnar.

„Rannsóknin snýst um að rekja hvernig orðræðan um hinsegin fólk á Íslandi hefur þróast frá því að stilla upp hinsegin fólki, þá aðallega samkynhneigðum körlum, sem kynferðisútlögum yfir í að orðæðan verði að mestu jákvæð um hinsegin fyrirmyndarborgarann sem endurspeglar nýja og jákvæðari orðræðu almennt um hinsegin fólk.“

Íris segir að þetta sé fyrsta stóra rannsóknarverkefnið um sögu hinsegin fólks á Íslandi og það muni því auka til muna þekkingu okkar Íslendinga á því rannsóknarsviði. „Við erum í raun að skapa nýja þekkingu á bæði sögu hinsegin fólks og sögu þjóðernismyndunar á Íslandi.“

Rannsóknahópinn skipa þau Þorsteinn Vilhjálmsson, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir Ásta Kristín Benediktsdóttir, og Íris Ellenberger. MYND/Kristinn Ingvarsson

Hinsegin paradísin Ísland

Kveikjan að rannsóknin segir Íris að hafi sprottið fram í samvinnu hennar, Hafdísar Erlu Hafsteinsdóttur og Ástu Kristínar Benediktsdóttur.  

„Í fyrri rannsóknum okkar hafði komið mjög skýrt fram hversu hugmyndir um íslenska þjóð höfðu sterk áhrif á orðræðuna um hinsegin fólk. Skipti þá engu hvort um var að ræða umfjöllun um listir á sjötta áratug 20. aldar eða orðræðuna um hinsegin paradísina Ísland á öðrum áratugi 21. aldar. Þjóðin og staða hinsegin fólks gagnvart henni var afar miðlæg. Þess vegna langaði okkur til að kanna þetta samband á kerfisbundinn hátt, hvernig það hefur breyst og varpa ljósi á ástæður og forsendur þeirra breytinga sem áttu sér stað,“ segir Íris í samtali við Háskóla Íslands.

Rannsóknarteymið hefur nú verið að störfum í á annað ár og enn er margt á huldu. Þó segir Íris að ýmsar línur séu farnar að skýrast, eins og hvað varðar hlutverk HIV-faraldursins í aðgangi samkynja para að hefðbundum stofnunum hjónabands og kirkju.

„Þá erum við farin að átta okkur á því hvernig stjórnvaldstækni nýfrjálshyggjunnar birtast í fjölmiðlaumfjöllun um samkynhneigða karla og þau áhrif sem nýfrjálshyggjan hefur á sameiginlegt minni af sögu hinsegin fólks á Íslandi.“

- Auglýsing -

Rannsóknahópinn skipa þau Þorsteinn Vilhjálmsson, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir Ásta Kristín Benediktsdóttir, og Íris Ellenberger. „Við erum í raun að skapa nýja þekkingu á bæði sögu hinsegin fólks og sögu þjóðernismyndunar á Íslandi,“ segir Íris.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru ekki mjög hinsegin inngildandi

Mynd/skjáskot. Hinsegin dagar

Spurð að tengslum rannsóknarinnar við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, segir Íris að:

„Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru ekki mjög hinsegin inngildandi þar sem þar er einvörðungu fjallað um jafnrétti kynjanna, ekki jafnrétti á víðari grunni. En þetta verkefni hefur augljósa jafnréttisskírskotun þar sem rannsóknin eykur bæði þekkingu okkar á sögu hinsegin fólks, en það skiptir miklu máli fyrir jaðarsetta hópa að hafa meðvitund um sögu sína. Þar að auki dregur rannsóknin fram þá staðreynd að hinsegin fólk er og var ekki jaðarhópur sem á sína sögu í einangrun. Heldur þvert á móti skiptir hinsegin fólk og hinsegin kynverundir gríðarlegu máli fyrir sjálfsskilning og sjálfsvitund heillar þjóðar. Þess konar vitneskja stuðlar að sjálfsögðu að jafnrétti og réttlæti, sbr. Heimsmarkmiðið sem tekur á frið og réttlæti.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -