Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Guðjón og samsæriskenningarnar: ,,Ég öskraði í símann í þessu viðtali og var alveg brjálaður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðjón Heiðar Valgarðsson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Guðjón hefur lengi verið eins konar andlit samsæriskenninga á Íslandi. Hann talar í þættinum hvernig það sé að vera í því hlutverki:

,,Það er mismikið hversu vel ég ber þann titil eftir því hversu hávær ég er. En þetta byrjaði líklega þegar árásin í Sýrlandi var í gangi og ég fór í viðtal í Harmageddon. Það hafði verið einhver frétt þarna um morguninn á forsíðu Fréttablaðsins um að Assad hafi verið að festa börn á skriðdrekana sínan til að það yrði ekki skotið á þá. Mér fannst þetta svo öfgafull lygasaga að ég átti ekki til orð. Máni spurði mig út í fréttina og hvort ég væri til í að tala um hana. Ég sagðist alveg vera til í það, en sagði honum að ég kæmi til með að vera brjálaður og svo ákvað ég að vera brjálaður í þessu viðtali. Þannig að það var á einhvern hátt meðvituð ákvörðun hjá mér.,“ segir Guðjón og bætir við:

„Ég var búinn að mæta í nokkur önnur viðtöl að tala um Sýrland, en enginn sýndi því áhuga. Ég öskraði í símann í þessu viðtali og var alveg brjálaður og ég gekk mjög langt. Þetta vakti mikla athygli og flestir sögðu það sama: ,,Þú hefur alveg eitthvað til þíns máls, en af hverju varstu ekki rólegri?”. Þá benti ég fólki á að ég væri búinn að reyna það, en enginn hefði tekið eftir því.”

Hann segist hafa verið mjög hefðbundinn í skoðunum langt fram eftir aldri. Gekk vel í skóla og keppti í Morfís og var alls ekki langt út fyrir boxið í skoðunum:

,,Ég er alinn upp í fjölskyldu sem er frekar íhaldssöm að mörgu leyti, þó að pabbi minni hafi verið pönkari í gamla daga. Ég hafði það gott sem krakki og gekk vel í skóla og fór frekar hefðbundnar leiðir fram eftir aldri. Ég var í Morfís liðinu í skólanum og var ekkert mikið að efast um hluti almennt og kaus meira að segja Sjálfstæðisflokkinn fyrst þegar ég fékk kosningarétt. Ég man eftir tilviki þar sem ég var að keppa í Morfís akkúrat þegar Íraksstríðið var í gangi og dómarinn gerði óformlega könnun um hver væri með innrásinni í Írak og hver væri á móti. Ég man vel að ég gat ekki ákveðið mig og gat einhvern vegin ekki tekið neina ákvörðun, þó að þeir sem væru með mér í liði væru á móti. Þó að auðvitað sé ég á móti stríði var búið að segja manni svo margt slæmt um Saddam Hussein að ég var ekki viss. En frekar stuttu eftir þetta byrjaði ég að sjá hlutina í öðru ljósi. Fyrst í gegnum heimildarmyndir Michael Moore og svo fór ég að skoða meira tengt því.”

Eftir að hafa haft frekar hefðbundnar skoðanir á unga aldri varð kúvending eftir atburðina 11. september 2001. Guðjón man vel eftir því hvað það var sem fékk hann til að breytast:

- Auglýsing -

,,Ég var að spila á tónleikum á Menningarnótt og á Austurvelli var einhver náungi að dreifa DVD mynddiskum sem hétu ,,Confronting the evidence” og fjölluðu um 11. september. Ég tók hjá honum disk og hugsaði með mér að ég væri til í að gefa þessu séns. Svo fór ég á svaka fyllerí, sem endaði með því að ég og félagi minn vorum vaktir af 5 lögreglumönnum af því að hann hafði lagt bílnum sínum uppi á túni hjá lögreglustöðinni við Hlemm. Þannig að bíllykillin var tekinn af honum og við urðum að rölta heim til mín og ákváðum að horfa saman á þessa mynd. Ég var í sjokki eftir hana og fannst það sem sett var þar fram vera hafið yfir allan vafa í mörgum tilvikum. Eftir þetta gat ég ekki lokað augunum lengur.”

Í þættinum ræða Sölvi og Heiðar um 11. september, Jeffrey Epstein og margt fleira sem Guðjón hefur sterkar skoðanir á.

Hægt er að nálgast viðtalið við Guðjón Heiðar og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á www:solvitryggva.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -