Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Guðmundur Ingi um Guðmund Inga: „Ráð­herra já­kvæður á fundinum en ekkert gerðist í fram­haldinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fé­laga­sam­tökin Af­staða eru rekin af sjálf­boða­liðum og sinna meira en tvö þúsund erindum ár­lega. Erindum frá að­stand­endum, og sér­stak­lega börnum, fanga hefur fjölgað hvað mest á um­liðnum árum, lík­lega vegna um­ræðu um starf­semi Af­stöðu í þágu að­stand­enda,“ segir Guðmundur Ingi og bætir þessu við:

„Sér­fræðingar á vegum Af­stöðu að­stoða fjöl­skyldur fanga sér­stak­lega og hafa komið að því að sam­eina brotnar fjöl­skyldur á meðan fanga­vist stendur.

Eitt af mörgum metnaðar­fullum mark­miðum Af­stöðu er ein­mitt það að styrkja fjöl­skyldu­bönd fanga, að halda utan um að­stand­endur og börn fanga sem oft eru í meira fangelsi en fanginn sjálfur.“

Guðmundur Ingi segir að „Af­staða fagnar því á­vallt þegar vel er gert í þágu fanga og að­stand­enda þeirra.

Aftur á móti þykir fé­laginu gagn­rýni­vert að fé­lags- og vinnu­markaðs­ráð­herra, Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, hafi veitt Þjóð­kirkjunni 10 milljón króna styrk í til­rauna­verk­efni til eins árs sem miðar að því að bjóða að­stand­endum fanga upp á þjónustu, stuðning og ráð­gjöf.“

Guðmundur Ingi greinir frá því helsta sem honum og meðlimum Afstöðu finnst ekki vel gert af hálfu áðurnefnds ráðherra:

- Auglýsing -

„Þá helst er þetta gagn­rýni­vert vegna þess að:

Full­trúar Af­stöðu áttu fund með Guð­mundi Inga Guð­brands­syni fyrir fá­einum vikum þar sem sóst var eftir fjár­stuðningi og verk­efni Af­stöðu skil­merki­lega út­listuð fyrir honum –  sér­stak­lega þegar kemur að að­stand­endum fanga.“

Einnig að „ráð­herra var já­kvæður á fundinum en ekkert gerðist í fram­haldinu og ekkert var nefnt um milljóna styrki til trú­fé­laga. Stofnanir og sveitar­fé­lög hafa á undan­förnum árum dregið úr því að blanda saman trú­málum við fag­leg störf þannig að það verður að taka undir gagn­rýni bæði Van­trúar og Sið­menntar: Það á ein­fald­lega ekki að blanda saman trú­málum og sér­fræði­þjónustu.“

- Auglýsing -

Guðmundur Ingi segir að „Af­staða hefur skapað sér sess í sam­fé­laginu og þangað geta ALLIR leitað.

Fé­lagið heldur fyrir­lestra fyrir lög­fræði­nema, lög­reglu­nema, nema í af­brota­fræði, fé­lags­ráð­gjöf og starfs­fólk ýmissa stofnana og sveitar­fé­laga. Skrif­stofa fé­lagsins er rekin í Holta­görðum, þar sem 12 spora húsið er til húsa, og þar er veitt þjónusta sem er sniðin að þörfum fanga og að­stand­enda í sam­starfi við fag­fólk á hverju sviði.

Auk þess er veitt síma­þjónusta allan sólar­hringinn í síma 556-1900 og lög­fræði­að­stoð allan sólar­hringinn í síma 666-1200.“

Hann bendir á að „Af­staða er ekki trú­fé­lag og getur ekki rukkað fé­lags­gjöld.

Fé­lagið er ekki á fjár­lögum ríkisins og hefur í mörg ár reynt að berjast fyrir styrkjum frá ríki og sveitar­fé­lögum; enda að sinna þjónustu sem ætti að vera á herðum þeirra.

Aldrei hefur verið gerður þjónustu­samningur við fé­lagið þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað í­trekað,“ og að gríðar­leg reynsla í fangelsis­málum hefur safnast upp hjá fé­laginu, hjá full­trúum sem unnið hafa í sjálf­boða­vinnu og af hug­sjón til 17 ára.“

Guðmundur Ingi lýkur máli sínu með því að segja að „sam­kvæmt því sem kemur fram í   til­kynningunni frá Guð­mundi Inga Guð­brands­syni, fé­lags- og vinnu­markaðs­ráð­herra og vara­for­manni VG, er það Af­staða aftur á móti, í fram­haldi af styrk­veitingunni til Þjóð­kirkjunnar, að hafa milli­göngu um að benda þangað þegar kemur að þjónustu við fanga og að­stand­endur þeirra.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -