Miðvikudagur 24. maí, 2023
7.1 C
Reykjavik

Gunnar Smári um húsnæðiskreppuna: „Lausnin er einföld, ekki flókin“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Varðandi húsnæðiskreppuna. Lausnin er einföld, ekki flókin. Ekki láta ljúga því að ykkur. Lausnin er að byggja yfir fólk sem vantar húsnæði. Umræðan um lausn á að snúast um hvernig fljótlegast er að byggja þessar íbúðir, líklega um 10 þúsund íbúðir hið fyrsta. Það er ekkert flókið við að byggja hús. Mannskepnan hefur gert það í 10 þúsund ár.“ Svona hefst færsla Gunnars Smára Egilssonar, sósíalistaforingja á Facebook-síðu flokksins.

Gunnar segir einnig að þegar búið er að byggja, geti fólk rætt um húsnæðiskerfið.

„Þar sem vandinn er verstur meðal hinna tekjulægri er ljóst að byggja þarf innan félagslegs kerfis, þar sem verð miðast við framleiðslukostnað, ekki hagnaðarsókn verktaka eða það sem kallað er markaður. Þau sem geta staðið fyrir svona uppbyggingu eru ríki og sveitarfélög. Það er seinna tíma álitamál hvort ríki og sveitarfélög færi eignaðarhaldið til sjálfseignarstofnana verkalýðsfélaga, öryrkja, leigjenda eða annarra samtaka eða eigi og reki þessar íbúðir sjálf.
Þegar búið er að byggja getur fólk rætt um húsnæðiskerfið. Það er þann vanda sem situr eftir þegar búið er að koma síðustu fjölskyldunni undir þak.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -