Miðvikudagur 24. maí, 2023
6.8 C
Reykjavik

Hallgrímur hjólar í Svandísi: „Stundum má nú alveg taka smá Jón Gunnarsson á hlutina“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Hallgrímur Helgason gagnrýnir matvælaráðherra harðlega fyrir linkind gagnvart hvalveiðum.

Rithöfundurinn og listmálarinn Hallgrímur Helgason furðar sig á viðbrögðum Svandísar Svavarsdóttur við svarta skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar á Íslandi. Í færslu á Facebook setur Hallgrímur hlekk á frétt Rúv þar sem Svandís segist ekki hafa neina lagastoð til að afturkalla hvalveiðileyfi. Spyr rithöfundurinn hvernig hægt sér að „deyja svona alveg inn í embættið og falla alveg fyrir íhaldsöflunum sem hafa búið í ráðuneytinu allar götur frá 1950?“ Að lokum segir hann að það megi stundum „taka smá Jón Gunnarsson á hlutina.“

„Í alvöru Svandís, þarf virkilega að skoða þetta eitthvað meira? Liggur þetta ekki alveg ljóst fyrir?

Reglur brotnar og tignarskepnur pyntaðar með úreltum tækjum frá 1950 og hræjum slátrað utandyra 1950’s style í óþökk heilbrigðis- og matvælaeftirlits. Og allt bara eintómur óþarfi, engin innkoma í þjóðarbúið, enginn gróði af veiðunum, enda tækin ekki verið endurnýjuð frá 1950. Allt bara smá þjóðháttarúnk fyrir karla með hausinn fastan í 1950 sem kostar 200 langreyðar lífið árlega.
Og ráðherra þarf frekari skoðun! “Við leggjum áherslu á að við höfum þetta inni í þeim potti sem við höfum til skoðunar þegar við skoðum þessi áhrif frá sem flestum hliðum,“ sagði Svandís á fundinum.
Er þetta eitthvað annað en ráðherra-bla?

Hvernig er hægt að deyja svona alveg inn í embættið og falla alveg fyrir íhaldsöflunum sem hafa búið í ráðuneytinu allar götur frá 1950? Mast-skýrslan sýnir brot á veiðileyfissamningnum og honum er því hægt að rifta, eins og Katrín Oddsdóttir hefur bent á. Og já. Stundum má nú alveg taka smá Jón Gunnarsson á hlutina.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -