Sunnudagur 28. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Heiða nýtur sín með Ferðafélagi Íslands: Ástarpungarnir, hrossahláturinn og sjósundið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er búin að ganga með Skrefunum í þó nokkur ár. Gengið með þeim um fjöll og firnindi innanlands sem utan og hef hugsað mér að halda því áfram,“ segir Bjarnheiður Erlendsdóttir garðahönnuður, sem gjarnan er kölluð Heiða, hefur mörg undanfarin ár verið félagi í Skrefum ferðafélags Íslands og hyggst halda áfram eftir áramót með verkefninu Tifað á tinda, sjálfstætt framhald af Skrefunum. Bjarnheiður segir það vera ólýsanlega tilfinningu að ganga á fjöll og upplifa landið stt með þeim hætti.
„Að vera á fjalli í dagrenningu og fallegu veðri er ótrúlega gott og nærandi og meira að segja líka í „ekki svo góðu“ veðri. Þá er upplifunin bara öðruvísi. Hópurinn er orðinn þéttur og góður en nýjir meðlimir eru samt mjög velkomnir,“ segir Bjarnheiður.

Hún segir hópinn sem fylgir Skrefunum vera þéttan og góðan og að margt skemmtilegt sé brallað saman eins og að „borða ástarpunga í Geirabakaríi“.

„Við höfum sungið saman og er kórinn að verða skárri. Við höfum stundað líkamsæfingar og hrossahlátur sem og sjósund. Já það er sko tekið upp á ýmsu“.

Hún nefnir ávinninginn og gleðina við þjálfunina.
„Enginn fer hraðar en síðasti maður og þolið byggist hratt upp með góðri ástundun og virkni. Og þetta er svo frábært þegar fjallgöngurnar hætta að vera erfiðar,“ segir Bjarnheiður.

Skráning stendur yfir í verkefni Ferðafélags Íslands. Tifað á tinda hefst í janúar og stendur fram í maí.

Fyrirbari: Höfundur er fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -