Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Hertar aðgerðir stjórnvalda: Viðburðir með hraðprófum bannaðir og tíu mega koma saman

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tíu mega koma saman, viðburðir með hraðprófum verða ekki leyfilegir og skemmtistaðir loka. Þessar hertu aðgerðir eru meðal þeirra sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag, eftir að heilbrigðisráðherra hafði fengið minnisblað með tillögum frá sóttvarnalækni.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynntu hertar aðgerðir í samtali við RÚV að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu.

Samkomutakmarkanir munu nú miðast við 10 manns í stað 20, eins og verið hefur undanfarið. Spilastöðum og skemmtistöðum sem eru ekki veitingastaðir verður lokað. Viðburðir sem fleiri geta sótt að undangengnum hraðprófum verða ekki leyfilegir næstu vikurnar.

Til að koma til móts við rekstraraðila veitingahúsa verður gjalddögum skatta og tryggingargjalda frestað fyrir þá. Auk þess verða nýjar aðgerðir undirbúnar sem eiga að koma til móts við ferðaþjónustu og viðburðahaldara.

Willum Þór sagði ákvörðunina ákveðinn milliveg. Tveir aðrir möguleikar hefðu verið í stöðunni. Annar þeirra var að halda aðgerðum óbreyttum og hinn að ganga enn lengra og fara í einhvers konar lokanir. Þessi millivegur hafi hinsvegar verið valinn. Ekki hafi þótt fýsilegt að halda aðgerðum óbreyttum vegna þess hve miklu álagi það myndi valda á Landspítalanum. Þar er ástandið þegar slæmt og álagið gríðarlegt vegna fjölda smita og innlagna.

Þegar forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra voru spurð hvort ekki væri sérstakt að grípa til svo harðra ráðstafana þegar bólusetningar væru jafn útbreiddar og raun ber vitni hér á landi, lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að vernda spítalann og að horfa til vísinda og stöðunnar hverju sinni.

- Auglýsing -

„Auðvitað er það sérstakt en það er líka vitað að bóluefnin sem við erum að nota eru ekki að veita fullkomna vörn, sérstaklega gegn hinu nýja afbrigði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Hún sagði að þrátt fyrir algengi Omíkron-afbrigðisins og lægra innlagnarhlutfall hjá fólki sem smitast af því, væri enn talsvert um smit af Delta-afbrigðinu. Það gæti leitt til alvarlegri veikinda og fleiri innlagna á sjúkrahús.

Hinar nýju sóttvarnarreglur taka gildi á miðnætti og gilda, að öllu óbreyttu, fram til 2. febrúar.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -