Fimmtudagur 16. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Hneykslast á ákvörðun Þórdísar Kolbrúnu: „Gerræðislegur fíflagangur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samfélagrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson hneykslast á ákvörðun utanríkisráðherra Íslands um að reka sendiherra Rússlands úr landi.

Færslur Björns á Facebook vekja oftar en ekki athygli þó vissulega sýnist sitt hverjum enda oft um eldfim málefni að ræða. Í færslu sem hann birti í gær veltir hann fyrir sér hvort raunverulegt lýðræði sé við lýði hér á landi, eður ei. Segir hann að ráðherrar ráði mestu á þingi og taki oft veigamiklar ákvarðanir án þess að bera það undir nokkurn mann. Nefnir hann sem dæmi er Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra og Halldór heitinn Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, settu Ísland á „Lista hinna viljugra þjóða“ þegar Bandaríkjamenn réðust í hið ólöglega stríð sem Íraksstríðið var. Segir hann að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra hafi nú tekið þá ólýðræðislegu ákvörðun að reka sendiherra Rússlands úr landi. Segir hann að lokum að lýðræðinu sé aðeins flíkað hér á 17. júní ár hvert.

Færsluna má lesa hér:

„Lýðræði eða ekki lýðræði?

Hef lengi verið þeirrar skoðunar að Alþingi sé ólýðræðislegasta stofnun þjóðarinnar.
Hátt í helmingur þingmanna er í stjórnarandstöðu og ræður í raun litlu sem engu þegar verulega reynir á.
Örfáir einstaklingar ráða svo stefnu meirihlutans, aðallega ráðherrar stjórnarflokkanna.
Formenn stjórnarflokkanna hafa allt að því einræðisvald hver í sínum flokki.
Margir vilja kalla þetta lýðræði vegna þess að oftast er kosið er á fjögurra ára fresti og þjóðinni gefinn kostur á að velja fólk á hið ólýðræðislega Alþingi.
**********
Mönnum er í fersku minni þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson settu Ísland á lista viljugra þjóða þegar kanarnir réðust inn í Írak.
Þeir leituðu hvergi samþykkis í stjórnkerfinu.
Ekki í ríkisstjórninni, ekki á Alþingi, ekki hjá utanríkismálanefnd þingsins.
Hvergi.
Sama má segja um Gunnar Braga Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra, þegar hann setti viðskiptabann á Rússa eftir innrás þeirra á Krímskaga í Ukraínu.
Engin lýðræðisleg ákvörðun þar á ferð.
Gerræðislegur fíflagangur öllu heldur.
Svo heldur þetta ólýðræðislega rugl áfram.
Nú ætlar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, að reka sendiherra Rússa úr landi og leitar alls ekki eftir samþykki löggjafarsamkomunnar.
Hvers vegna ekki?
Erum við ekki með lýðræði?
Nei, það er ekki svo.
Bara á 17. júní ár hvert.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -