Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Hópur stelpna kvartaði undan kennara í FSu: „Var gert ljóst að þessi hegðun væri með öllu ólíðandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölbrautaskóli Suðurlands, FSu hefur verið talsvert í fjölmiðlum undanfarið en skólastjórnendur hafa verið sakaðir um að taka illa á meintum kynferðisbrotum innan skólans. Eftir að þráður um skólann birtist á samfélagsmiðlinum Twitter bættust við nokkrar sögur af svipuðu meiði er vörðuðu skólann en ein þeirra snéri að kennara þar innanborðs.

Stúlka sem stundaði nám í FSu fyrir nokkrum árum skrifaði færslur á Twitter en þar talar hún um karlkyns kennara sem var afar óviðeigandi í hegðun í tímum, þegar einungis stelpur voru í tímanum. Gaf hún Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta færslurnar.

„Var með kennara í FSU sem nýtti sér tækifærið þegar engir strákar mættu í tímana og sagði okkur stelpunum frá öllum sínum kynlífssögum með ÖLLUM detailum (allt frá hvar uppi hvaða stellingar) og bað síðan ítrekað um að fá að heyra eins sögur frá okkur. Flestar stelpurnar í bekknum tóku sig saman þegar við vorum flestar hættar að geta mætt útaf óviðeigandi framkomu hans og sendum póst á Olgu Lísu um þetta og nefnum síðan einhvað um námið í leiðinni.. þetta var svarið sem við fengum og ekkert sem var gert.“

Bætti hún því svo að skólastjórinn hafi haft meiri áhyggjur af námsóánægju þeirra en áreitinu.

„hún literally hafði meiri áhyggjur á náms óánægjunni sem við lýstum yfir heldur en ÁREITINU SEM KENNARINN VAR AÐ BEITA OKKUR“

- Auglýsing -

Að sögn stúlkunnar er kennarinn nú hættur kennslu sökum aldurs.

Mannlíf ræddi einnig við aðra stúlku sem var í sama áfanga og staðfesti hún hegðun kennarans.

Í svari Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólastjóra FSu við fyrirspurn Mannlífs, sagði hún að kennarinn hafi hlotið tiltal:

- Auglýsing -

Þegar kvartað er undan kennara innan skólans fer ákveðið ferli í gang hér innanhúss. Kennarinn sem um ræðir kenndi áfanga m.a. um samskipti kynjanna. Var hann kallaður á fund með skólastjórnendum þar sem honum var gert ljóst að ákveðnir nemendur (sem aldrei eru  nafngreindir við kennara) hefðu kvartað undan óviðeigandi samskiptum hans við nemendur í kennslustund. Var kennaranum gert ljóst að þessi hegðun væri með öllu ólíðandi og að hún yrði ekki liðin. Voru nemendur jafnframt beðnir um að láta skólastjórnendur vita ef þessi samskipti héldu áfram. Engar frekari tilkynningar bárust frá nemendum vegna málsins.

Samkvæmt fyrrum nemendunum sem um ræðir, sem Mannlíf ræddi við, er staðhæfing Olgu Lísu, um að nemendur hafi jafnframt verið beðnir um að láta skólastjórnendur vita ef samskiptin héldu áfram, ósönn. „Vá magnað að hún segi þetta við þig því eina sem hún sagði við okkur varðandi þetta var það sem sest í tölvupóstinum, nefnir aldrei að við eigum að láta hana vita ef þetta lagist ekki,“ sagði nemandinn fyrrverandi í samtali við Mannlíf.

Fréttin er uppfærð

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -