Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Hulda trúði varla eigin augum í Árbænum: „Ég hélt þetta væri rotta fyrst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hulda nokkur, íbúi í Árbænum, ætlaði varla að trúa eigin augum þegar hún sá loðdýr skoppandi um götuna sína í hverfinu. Í fyrstu hér hún að rotta væri á ferðinni en áttaði sig svo á því að þarna var minkur á ferðinni.

Hulda segir frá þessu í hópi hverfisbúa á Facebook. Þar birtir hún myndband af minknum og spyr nágranna sína hvort þeir hafi orðið varir við þetta í hverfinu:

Hafið þið séð mink í Árbæ áður? Ég hélt þetta væri rotta fyrst.

Svo virðist sem fjölmargir Árbæingar hafi áður séð mink í hverfinu og blanda hverfisbúar sér fjöldamargir í umræðuna. Aron er einn þeirra. „Þetta er ekkert nýtt… þú býrð við Elliðaár. Minnkurinn finnur sér fæði þar sem hann fæst,“ bendir Aron á.

Huldu líst ekkert á blikuna. „Nei hver andsk. þetta er fyrir utan hjá mér. Það er eins gott að loka hurðinni inn í stigaganginn svo hann komi ekki inn,“ segir Hulda.

Rakel hefur áður séð min í hverfinu. „Já ég og kallinn minn sáum einn fyrir framan Krónun fyrir nokkrum vikum,“ segir Rakel. Og Guðjón tekur undir. „Já það var minnkur í árbæjarlaug áðan. hann var á vappi fyrir framan gufu, hja ruslatunnu við kalda pott og var slatta undir brúnni fyrir utan innilaug. Ekki syndandi í lauginni,“ segir Guðjón.

Margrét nokkur hefur oft upplifað þetta. „Já nokkrum sinnum við krónuna og árbæjarlaug, segir Margrét. 

- Auglýsing -

 

Myndbandið af minknum í Árbænum má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -