Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Íbúðir rjúka upp í borginni fyrir fiðruðu vinina – Nú er bara að fara í göngutúr og hafa augun opin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í miðborginni hafa fjölmargar nýjar íbúðir risið upp á síðkastið. Nýju íbúðirnar eru fyrir fiðruðu vini okkar, en 12 fuglahús hafa verið sett upp við göngugötur, græn svæði eða torg í miðborginni. Tilgangurinn er að vekja athygli á mikilvægi fugla í umhverfinu okkar og ekki síður mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni í borgarumhverfinu. Staðsetning þessara hreiðurhúsa er í öllum tilfellum við gönguleiðir til að skapa sýnileika fyrir almenning.

Fuglarnir vilja ekki allir búa í eins húsum, þannig að komið var fyrir þrenns konar ólíkum gerðum af fuglahúsum sem eru við hæfi þriggja mismunandi fuglategunda. Tegundirnar eru stari, skógarþröstur og maríuerla. Húsin fyrir skógarþröst eru enn fremur passleg fyrir svartþröst. Alls voru sex af húsunum fyrir stara, fjögur fyrir þresti og tvö fyrir maríuerlur.

Nú er bara að fara út í göngutúr og hafa augun og eyrun opin fyrir þessum fiðruðu vinum og nýju húsunum.

Fuglahús upp í tréi í miðborginni. Mynd/skjáskot. Reykjavíkurborg.
Fuglahús upp í tréi í miðborginni. Mynd/skjáskot. Reykjavíkurborg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -