2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Iðnó lokað – fjárhagslega ómögulegt að halda verkefninu áfram

Þórir Bergsson og René Boonekamp, sem séð hafa um rekstur á Iðnó síðan árið 2017, tilkynntu á Facebook-síðu hússins í dag að þau hefðu ákveðið að loka húsinu og hætta öllum rekstri þar.

„Á þessum fordæmalausu tímum reyndist það fjárhagslega ómögulegt að halda áfram verkefni okkar um að koma fólki saman,“ segir í færslunni. „Það sem liggur framundan er að vinna hörðum höndum að því að finna lausnir fyrir alla sem tengjast húsinu á margvíslegan hátt.“

Iðnó er, eins og allir vita, ein elsta menningarstofnun Reykjavíkur og mikil eftirsjá að þeirri starfsemi sem þar hefur farið fram. Undanfarin ár hafa þar verið haldnir ýmsir viðburðir og starfrækt kaffihús.

„Það er með eftirsjá og sorg í hjarta sem við verðum að tilkynna að Iðnó verður lokað,“ segir í færslu rekstraraðila á Facebook um leið og þau þakka öllum sem hafa lagt sitt af mörkum við menningarstarfsemi í húsinu. „Við viljum þakka öllum gestum, flytjendum, starfsfólki, framleiðendum, birgjum og öllum öðrum sem við vorum í samstarfi við undanfarin ár,“ segir þar og jafnframt kemur fram í færslunni að þau vonist til þess að hægt verði að opna húsið að nýju sem fyrst.

AUGLÝSING


Færsluna í heild má lesa hér fyrir neðan.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum