Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Ísland í dag: Tilkynnt um 21 nauðgun á mánuði – Þriðjungur gerenda eru karlmenn undir 25 ára aldri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi á Íslandi sem birt var í dag kemur meðal annars fram að lögreglu berast að meðaltali sjö tilkynningar á dag um heimilisofbeldi.

Kemur fram í skýrslunni að tilkynningar á fyrri helmingi árs hafa aldrei í sögunni verið fleiri en nú.

Einnig að heimilisofbeldismál eru nú meira en helmingur allra mála sem koma inn á borð lögreglu í líkamsmeiðinga- og manndrápsmálum.

Þá birti ríkislögreglustjóri tölfræðilega skýrslu um kynferðisbrot – og þar er sama sorgarsagan og og sú er varðar heimilisofbeldið – sem hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi þessa árs.

Þá er greint frá því að tilkynnt var um 125 nauðganir á því tímabili; það samsvarar 28% fjölgun frá í fyrra.

- Auglýsing -

Og á Íslandi er tilkynnt um 21 nauðgun að jafnaði í mánuði; þriðjungur gerenda eru karlmenn sem eru undir 25 ára aldri.

Lögreglan skráði í það heila 328 tilkynningar um kynferðisbrot á fyrri helmingi ársins; sem er 5% fjölgun frá síðustu þremur árum þar á undan.

Í samanburði við fyrstu 6 mánuði ársins í fyrra, fækkar skráðum kynferðisbrotum í heildina um 9% milli ára, og skráðum blygðunarsemisbrotum og kynferðisbrotum gegn börnum fækkar.

- Auglýsing -

 

Hins vegar er það svo að brotum vegna kynferðislegrar áreitni fjölgar sem og brotum gegn kynferðislegri friðhelgi. Meðalaldur grunaðra er um það bil 35 ár, og samkvæmt skýrslunni eru það 95% karlar; þar af þriðjungur sem ekki hefur náð 25 ára aldri.

Einnig má fræðast um í skýrslunni upplýsingar um tíma og staðsetningu þeirra brota sem tilkynnt eru; en á bilinu 35% til 40% kynferðisbrota verða á landsbygðinni. Og eru flestar nauðganir um helgar framdar á næturnar, eða meira en helmingur, en á virkum dögum dreifast þær jafnt yfir daginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -