Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Átta þúsund svöruðu jólagjafakönnun ELKO: Jólagjöfin í ár er …

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

ELKO gerði á dögunum könnun meðal viðskiptavina sinna um jólagjöf ársins. Alls tóku um 8.000 manns þátt en könnunin var send á póstlista fyrirtækisins.

Airfryer hitablástursofn er jólagjöf ársins samkvæmt könnun sem ELKO gerði nú í aðdraganda undirbúnings jóla. Í öðru sæti er snjallsími og PS5 leikjatölvan í því þriðja. Þá sýnir það sig að upp til hópa gefur fólk margar gjafir. Tæpur helmingur segist gefa fleiri en 10 jólagjafir og tæpur þriðjungur gefur sjö til tíu gjafir.

Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO:

„Mikil og góð viðbrögð við jólakönnun ELKO gleðja okkur mjög  og segja kunnugir okkur að mjög gott sé að svör frá átta þúsund manns í svona könnun, líkt og við fengum. Við sendum könnunina á póstlista ELKO, og buðum svo líka gestum á vef ELKO að taka þátt. Áhuginn endurspeglar líka að fólk getur vel hugsað sér raftæki til gjafa, enda segjast yfir 95 prósent ætla að fletta jólagjafahandbók ELKO sem kemur út fyrir jólin á meðan 1,1 prósent ætlar ekki að gera það og 3,8 prósent segjast afþakka fjölpóst.“

Arinbjörn Hauksson

Airfryer ofninn er víða til samkvæmt könnuninni, eða á 41 prósenti heimila, og um leið greinilegt að hann er á óskalista á mörgum heimilum fyrir þessi jólin. Á eftir þremur efstu flokkunum koma svo heyrnartól, snjallúr, sjónvörp, ryksuguvélmenni og kaffivélar. Þannig virðist mega gefa ryksugu í jólagjöf, en einnig hafa margir gefið heimilinu gjöf sem einfaldar og bætir lífið. Þá eru stærri heimilistæki á borð við uppþvottavélar, ryksugur og sjónvörp oft ofarlega á lista.

Þá var fólk spurt að því hvort það gæfi gæludýrum sínum jólagjöf. Rúm 37 prósent gera það. Ef bara er horft til svara þeirra sem eiga gæludýr kemur í ljós að um 70 prósent gæludýraeigenda gleðja dýrin sín með gjöf um jólin.

- Auglýsing -

Þá kann að vera vísbending um að landsmenn eigi enn eitthvað inni í snjallvæðingu heimila sinna að 52 prósent aðspurðra svara því til að á heimilinu séu engar snjallperur að finna. Tæpur helmingur nota hins vegar slíkar perur, en um fimmtán prósent eru með þrjár til fimm, tíu prósent með fleiri en tíu og níu prósent með sex til tíu slíkar perur. Um 25,8 prósent sem svara segjast fá í skóinn á aðfangadag og má velta fyrir sér hvort Kertasníkir telji snjallperur hentugar til slíkra gjafa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -