„Ég hef lokað skilningarvitum mínum fyrir öllu tengdu Covid,“ segir Kári um heimsfaraldurinn en ítrekar á sama tíma mikilvægi örvunarskammta bóluefnis gegn veirunni.

„Þetta eru ekki flókin vísindi,“ segir Kári og bendir á að Covid sé ólík mörgum öðrum veirusýkingum að því leyti að oftar þurfi að skerpa á mótefninu með örvunarskömmtum: „Eftir að ég fékk þriðja skammtinn í ágúst í fyrra var ég með 17.500 títer. Ég sýktist síðan af veirunni í apríl og eftir það var ég með 63.000 títer.“