Fimmtudagur 22. september, 2022
7.8 C
Reykjavik

Karl fékk boð til Wall Street: „Ég hélt fyrst að þetta væri maður sem ætti við vandamál að stríða“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stundum er raunveruleikinn eins og bíómynd. Talið berst að makalausri sögu sem Karl Ágúst sagði einhvern tímann í útvarpi. Hvað var þetta í ósköpunum? Og hann segir sögu frá 2017.

Ljósmynd: Kazuma Takigawa

„Ég var í gönguferð í Riverside Park á Manhattan og átti ákveðið erindi sunnar á eyjunni. Allt í einu vatt sér að mér eldri maður og fór að spjalla. Ég hélt fyrst að þetta væri kannski maður sem ætti við vandamál að stríða, sem ég var ekki alveg tilbúinn að takast á við, en svaraði honum auðvitað og hélt áfram að ganga og hann gekk við hliðina á mér.

Svo kom í ljós að þetta var maður sem hafði átt mjög fjölbreyttan starfsferil, en hann var sænskur og hafði búið í Bandaríkjunum í áratugi. Hann hafði kynnst þjóðhöfðingjum; sænskum stjórnvöldum, bandarískum forsetum og þýskum könslurum og fólki úti um allt. Og auðkýfingum. Og hann hafði sögur að segja af þessu fólki.

Ég fékk allt í einu mikinn áhuga á þessu, af því að mér fannst þetta vera flottar sögur, skemmtilegar og sumar svolítið lygilegar. Ég hugsaði með mér að hann væri örugglega að skreyta þetta verulega.

Ljósmynd: Kazuma Takigawa

Við áttum gott spjall og gengum þennan garð eiginlega alveg á enda í rólegheitum. Hann bauð mér síðan að koma daginn eftir á Wall Street. Hann langaði til að sýna mér ákveðna hluti þar. Það sem kannski kveikti áhuga hans á mér, var að hann spurði við hvað ég starfaði. Í fyrsta lagi fannst honum merkilegt að ég væri Íslendingur og í öðru lagi að ég væri rithöfundur. Þá held ég að hann hafi séð einhvern möguleika á að við gætum átt eitthvert samstarf, til dæmis við að skrifa bók eða einhvers konar efni sem væri byggt á ævi hans. Ég tók ekkert vel í það að fara með honum á Wall Street, af því að ég átti flug daginn eftir, það var seinni partinn en ég sleppti að segja honum það. Ég sagði að ég gæti líklega ekki hitt hann af því að ég ætti að fljúga heim til Íslands…“
Lesa má söguna í heild sinni í nýju blaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -