Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Kevin Hart segir Will Smith á betri stað: „Sem manneskjur gerum við stundum mistök“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú eru liðnir tæpir fjórir mánuðir frá því að Óskarsverðlaunin 2022 fóru fram en fæstir muna hverjir stóðu uppi sem sigurvegarar en allir muna eftir frægasta kinnhesti sögunnar, sé kinnhesturinn sem Gunnar á Hlíðarenda gaf Hallgerði langbrók um árið frátalinn.

 

Smith fannst Rock ekkert sérstaklega fyndinn.
Mynd: YouTube-skjáskot

Leikarinn Will Smith tók illa í pabbabrandara grínistans Chris Rock og rauk upp á svið og gaf Rock einn á hann. Sjokkið í salnum var slíkt að ekki einu sinni öryggisverðir hátíðarinnar brugðust við með því að henda Smith úr höllinni. Fékk hann að klára hátíðina en hann hlaut verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. Nú hefur vinur Smith, grínistinn Kevin Hart tjáð sig um velferð Smith og það hvernig líf hans hefur breyst frá atvikinu.

Hart talaði við Rachel Smith hjá Entertainment Tonight við frumsýningu á teiknimyndinni DC League of Super-Pets í Los Angeles í gær. Þar tjáði grínleikarinn sig um kinnhest Smith en Hart hefur gert grín að atvikinu í uppistandsferð sinni Reality Check Tour sem nú stendur yfir.

„Will er auðmjúkur, þú veist, hann er á betri stað en hann var á rétt eftir atvikið. Fólk er mennskt og sem manneskjur gerum við stundum mistök. Þannig að þetta snýst ekki um að tala um fortíðina heldur snýst þetta um að lifa í núinu og gera þitt besta til að horfa fram á veginn. Ég get bara haldið í vonina að þeir tveir nái að finna einhverja huggun í því og geti haldið áfram. Ég elska bara góða orku, elska að sjá fólk í essinu sínu.“ sagði Hart glaður í bragði.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -