Laugardagur 27. maí, 2023
6.8 C
Reykjavik

Kristinn segir aðfarirnar að Corben „ógeðfelldar“: „Réttast að kalla þær bakstungur og hreinsanir“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson segir Keir Starmer, formann Verkamannaflokksins í Bretlandi, hafa staðið fyrir „ógeðfelldri aðför“ gegn Jeremy Corben, fyrrum leiðtoga flokksins.

Kristinn Hrafnsson. Mynd / EPA

Í nýrri færslu á Facebook skrifar ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson, færslu við frétt Vísis um það að Starmer ætli sér að bola Corben út úr Verkamannaflokknum. Segir Kristinn að flokkurinn sé orðinn „hreinn og klár hægri flokkur.“ Þar sé ekkert vinstri eftir lengur. Þá segir hann að réttast sé að kalla aðförina að Jeremy Corben og stuðningsmanna hans, „bakstungur og hreinsanir.“ Hvetur ritstjórinn lesendur til að kynna sér uppljóstrun um aðför „hægri klíku“ innan flokksins gegn Corben og félögum hans, í þættinum Labour Files. Færsluna má sjá hér að neðan:

„Verkamannaflokkurinn undir Starmer er hreinn og klár hægri flokkur. Það er ekkert vinstri í honum eftir. Aðförin að Corbyn og hans stuðningsmönnum er ótrúlega ógeðfelld og réttast að kalla þær bakstungur og hreinsanir.

Það liggur fyrir að ásakanir um gyðingahatur, rasisma og kynjaða fordóma voru skipulagðar með leynd af hægri klíku innan flokksins, baklandi Starmers. Það er alveg með ólíkindum að uppljóstrun um þetta, sem byggð er á vandaðri blaðamennsku og stærsta gagnaleka innan úr pólitískum flokki í breskri sögu, hefur verið algerlega þögguð í hel af breskum meginstraumsmiðlum.
Þeir féllu á prófinu allir sem einn.
Ég hvet alla til þess að kynna sér þessa uppljóstrun í þáttunum Labour Files (sjá fyrstu athugasemd).
Ég hef kynnst Corbyn aðeins enda er hann ötull stuðningsmaður okkar baráttu fyrir blaðamennsku og frelsi Assange. Við báðir talað á sömu viðburðum. Ljósmyndin sem fylgir þessari frétt Vísis er einmitt frá slíkum viðburði eins og menn sjá á bakgrunninum.
Starmer er nýr og verri Blair.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -