Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

KSÍ reynir að sópa ásökunum um mismunun undir teppið – Neitar að svara spurningum fjölmiðla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

KSÍ neitar að svara ásökunum Jóhanns Gunnarssonar, knattspyrnuþjálfara, um mismunun.

Svo virðist vera að Knattspyrnusamband Íslands ætli að reyna sópa ásökunum Jóhanns Gunnarssonar, knattspyrnuþjálfara, um mismunun undir teppið. Í stuttu máli þá snúast ásakanir Jóhanns um að Þór/KA, sem hann þjálfar, og leikmenn undir hans stjórn hafi fengið öðruvísi meðferð frá KSÍ en önnur lið. Jóhann gekk svo langt að segja að KSÍ hefði stungið Þór/KA í bakið. Hægt er að lesa nánar um málið hér.

Nokkuð ljóst er að um frekar alvarlegar ásakanir er að ræða. Mannlíf hafði samband við KSÍ í lok júlí og vildi fá viðbrögð við þessum ummælum Jóhanns en fékk engin. Mannlíf hefur síðan sent ítrekun um svar en nú tíu dögum eftir fyrstu fyrirspurn hefur KSÍ engu svarað. Þá segist Jóhann sjálfur ekkert hafa heyrt frá KSÍ. Athygli vekur að í byrjun júní lét Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri, í viðtali við mbl.is eftirfarandi orð falla:

„En ef um­mæl­in eru þess efn­is að dóm­ar­inn er sakaður um óheiðarleika eða svindl, þá höf­um við verið að senda það til nefnd­ar­inn­ar,“ og var þetta sagt í tilefni þess þegar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, missti stjórn á skapi sínu í viðtölum eftir leik í júní og vildu margir að Arnar yrði dæmdur í bann. 

Ummæli Jóhanns um mismunun KSÍ á leikmönnum voru heldur ekki send til Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Virðist svo vera KSÍ hafa gefið grænt ljós á slík ummæli, hvort sem þau reynast rétt eða ekki. Þá vekur málið upp spurningar hversu eðlilegt það geti talist að þjálfari liðs í efstu deild saki knattspyrnusamband um mismunun án þess að viðkomandi knattspyrnusamband bregðist við eða svari spurningum fjölmiðla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -